Snjór og meiri snjór

Okkur berast fréttir af snjó heima á Akureyri. Svona finnst mér að vetur ættu að vera, snjór og meiri snjór. Þess vegna kann ég ágætlega við kanadíska veturinn með sjó og tilheyrandi kulda. Það hefur snjóað meira hér í vetur en mörg undanfarin ár samanlagt. Í nótt kom enn einn stormurinn með tilheyrandi úrkomu og það bættust við um 15 sentímetrar í viðbót við það sem fyrir var. Ég heyrði í fréttum að það voru 600 snjóruðningstæki og 200 saltbílar á ferðinni í Toronto í morgun og hér í Guelph var búið að hreinsa og salta helstu götur þegar ég fór í skólann í morgun. Saltelgurinn og krapið var um allt og maður þurfti að vaða í gegnum þessa drullu á leið í og úr strætó. Ég hugsa til þess með miklum hrolli ef það verður tekið upp á því að ausa salti á götur Akureyrar til að hálkueyða. Ég vona að til þess komi aldrei.

Strákarnir eru búnir að hafa það frekar náðust síðustu daga. Þeir luku við prófin í byrjun síðustu viku og síðan hafa þeir verið í algerri slökun ef svo má segja. Í morgunn átti skólinn að byrja aftur en vegna hálku þá fara skólabílar ekki af stað og þá er enginn skóli. Þeim félögum leiðist þetta síður en svo og eru búnir að snúa sólarhringnum algerlega við eins og gjarna gerist þegar svona er. Þeir fá að far út til skiptis og moka bílastæðið og fá ferskt loft í lungun við það. Ég reikna með að þeir verið búnir að hreinsa þegar ég kem heim á eftir.

Annars er allt í rólegheitum hjá okkur þessa dagana. Fórum í afmæli hjá Halla vini mínum í Mississauga á laugardaginn var og skruppum til Burlington á sunnudag til að hitta David og Claudiu. Hún hafði verið að taka til í dánarbúi mömmu sinnar og rakst þar á samskipti og bréfaskrif hennar og pabba. Það var gaman að fara í gegnum þessa hluti með henni og þýða og útskýra gamlar kirkjubækur og ýmis plögg sem sú gamla hafði grafið upp í leit sinni að ættingjum á Íslandi.  

Í síðustu viku fór ég í dagsferð að hitta Vilhelm og læra hjá honum ýmislegt í sambandi við fluguhnýtingar. Það var frábært að koma til þeirra og sjá umhverfið sem þau búa í að vetri til.  Ég hlakka til að fara þarna aftur þegar það fer að vora.


Kominn tími á smá blogg

Ég hef verið frekar latur við að blogga upp á síðkastið en það er bara eins og það er. Meðfram því að fara í skólann á daginn hef ég verið að koma mér í gang í einu af áhugamálunum, nefnilega fluguhnýtingunum. Var búinn að koma mér í samband við Brian nokkurn sem rekur veiðiverslun hér í Guelph. Var búinn að skrá mig á námskeið í þurrfluguhnýtingum hjá honum. Brian hóaði síðan í mig í síðustu viku og vildi þá vera með stutt námskeið sem miðaðist við þurrflugur. Ég mætti og síðan hef ég verið meira og minna heillaður af þessum litlu pöddum og er búinn að koma mér vel í gang við þetta og krókarnir verða minni og minni. Mig vantaði að sjálfsögðu alls konar efni sem þarf í þetta vegna þess að ég skildi megnið af því eftir heima þegar við fórum út. Brá mér því í smá verslunarleiðangur til Toronto á sunnudaginn var um leið og ég fór með Óskar á handboltaæfingu. Bass Pro eru stórverslanir á sviði útivistar og þar er til allt á milli himins og jarðar. Vilhelm og Anna komu síðan við hjá okkur í gær og hann hafði með sér dótið sitt og sýndi mér handbrögð sín við þurrflugurnar. Hann er alger snillingur og frábært að fá leiðsögn hjá manni eins og honum.

Á morgun verður fyrirlestur í versluninni hjá Brian og það á að sýna handbrögðin við að smíða bambus veiðistangir. Ég hef hugsað mér að mæta þar og sjá hvernig menn bera sig við þá smíði.

Nú fer að koma prófatíð hjá strákunum í skólanum og þeir eru að vanda frekar óstressaðir fyrir því. Ásgeir er búinn að koma sér innundir í snjóbrettaklúbbi við háskólann og er að fara með þeim á bretti í dag. Stefnan er tekin á Blue Mountain en það er tveggja tíma akstur hér norður af Guelph. Farið verður af stað með rútu seinni partinn í dag og komið aftur í kringum miðnætti. Hann var orðinn mjög óþreyjufullur að komast til að prófa brettið og ná upp smá takti áður en hann fer í skólaferð til Wermount i USA eftir nokkrar vikur.  Óskar er aftur á móti að vonast til að komast með handboltaliðinu til Regina þegar nálgast vor. Þeir bræður eru síðan búnir að skrá sig í rougby lið skólans og ætla að keppa í þeirri íþrótt fram á vor. Þeir hafa aldrei spilað þetta en eru spenntir fyrir að prófa. 

 


Varúð mengun

Við hliðina á byggingunni sem ég er með skrifstofu nú í vetur er verið að byggja nýtt hús. Þetta hús á að hýsa hita og kælikerfi fyrir háskólann og byggingar á háskólasvæðinu. Þessar framkvæmdir hafa valdið ýmsum uppákomum eins og gerist og gengur þegar er verið að byggja. Þegar ég mætti í skólann í gærmorgun hafði stórri steypuhrærivél verið stillt upp fyrir utan hjá okkur og menn gerðu sig klára í að hræra steypu á staðnum. Hrærivélin var drifin áfram af heljarinnar díselmótor. Enginn hugsaði um að hann var staðsettur beint fyrir utan loftinntakið á byggingunni sem tölvudeildin er í. Þegar byrjað var að hræra steypuna fylltist allt húsið af þessum líka fínu dísil gufum og allt ilmaði eins og í góðri umferðarteppu í 30 stiga hita og logni. Þetta varð til þess að húsið var rýmt og menn sendir heim, sumir með hausverk en aðrir bara fegnir að fá aukafrí úr vinnunni. Í morgun var síðan búið að færa hrærivélina og allt átti að vera í fínu lagi. Um klukkan tíu í morgun fyllist síðan húsið aftur af mengun en é þetta skiptið var um að ræða lyftara sem þurfti að lyfta steypunni upp til þeirra sem voru að hlaða húsið úr múrsteinum. Það var blásið til fundar með liðinu og ýmsir kallaðir til og nú voru menn sendir á aðrar skrifstofur eða heim ef þeir vildu. Það verður gaman að sjá hvernig þetta verður á mánudaginn.


Allt að verða venjulegt

Ég ætlaði mér að vera búinn að koma frá mér færslu á bloggið eftir að við komum aftur heim til Guelph frá Flórída en af því hefur ekki orðið fyrr en núna.

Við komum heim á góðum tíma á laugardaginn var og það var fínt að komast aftur heim eftir langan akstur. Heimleiðin var 2.186 kílómetrar og tók okkur rúma 20 tíma á akstri. Ég er þegar búinn að lofa því að næst þegar við förum til Flórída veri farið með flugvél þangað en ekki á bíl. Þótt þetta hafi verið langur og nokkuð strangur akstur þá var gaman að fara í gegnum öll þau fylki Bandaríkjanna sem við fórum um. Lítill tími var notaður á hverjum stað en það væri alveg þess virði að fara ferð eins og þessa en gefa sér talsvert meiri tíma í hana en við gerðum að þessu sinni.

Á sunnudaginn þurfti ég aftur að skjótast yfir landamærin. Í þetta sinn fór ég á flugvöllinn í Buffalo til að sækja Guðmund félaga minn en hann kom með flugi frá Chicago. Við notuðum síðan mánudag og þriðjudag til að sinna áhugamálum og skemmtum okkur konunglega við það. Hann fór síðan til baka í gær og við ákváðum að hittast hér aftur með vorinu og athuga aðeins með veiði hér á svæðinu.

Í dag er ég síðan búinn að vera í vinnunni og er að koma mér rólega í gang aftur eftir gott jólafrí. Ég byrjaði daginn á því að hringja heim og tala við mömmu sem náði þeim áfanga að verða 75 ára í dag. Ég saknaði þess að komast ekki í marengstertur og fleira góðgæti sem ég veit að hún hafði með kaffinu í dag.

Til hamingju með daginn mamma mín.


Fairmount - West Virginia

Við erum búin að vera á ferðinni í allan dag í aldeilis frábæru veðri og alls ekki í mikilli umferð. Við byrjuðum í Georgíu og fórum þaðan sem leið lá í gegnum Suður- og Norður Carolina fylki og í gegnum Virginíu til Vestur Virginíu þar sem við ákváðum að gista í nótt.

Þá eigum við eftir um sjö tíma akstur til Guelph og ættum að vera komin þangað á góðum tíma á morgun. Við erum fegin að við fórum austari leiðina uppeftir því annars hefðum við sennilega lent í snjó og rigningu á leiðinni. Samkvæmt veðurspá sem við vorum að horfa á eru allar líkur á að við sleppum við slíkt á þeim hluta leiðarinnar sem eftir er. Við erum búin að fara í gegnum marga staði sem gaman væri að koma til aftur og eyða meiri tíma en bara í að aka þar í gegn. Verst hvað þetta er fjandi langt alltsaman.


Á norðurleið

Það var tekin um það sameiginlega ákvörðun innan Adamsfjölskyldunnar að í stað þess að leggja af stað snemma á föstudafsmorgni væri batra betra að leggja af stað fyrir myrkur á fimmtudafskvöldi. Það varð úr að þegar drengirnir hefðu spilað 18 holur á golfvellinum væri sennilega best að leggja af stað. Við myndum ná að komast upp úr Fórída og eitthvað inn í Georgia fylki.

Nú erum við á leið í norður og komin á hraðbraut sem liggur örlítið austar en leiðin sem við notuðum til að komast suðurestir. Nú erum við komin inn í Georgia og erum rétt við bæ Sem heitir Brunswick og er sunnan við Savannah en þar förum við um á morgun. Síðan liggur leiðin í gegnum Karolínurnar og upp að Lake Erie, til Buffalo og þar inn í Kanada. Við erum strax komin út úr góða veðrinu í Florida og hér er hitinn mjög nærri frostmarkinu eins og er. Við höfum lagt af baki 450 km og það ætti að geta orðið til þess að næstu tveir dagar verða ekki eins miklir akstursdagar eins og þegar við fórum hingað niðureftir. Við getum þá stoppað aðeins oftar ef við viljum skoða eitthvað skemmtilegt á leiðinni. Annars er það svo þegar verið er að koma sér frá einum stað til annars er yfirlitt best að hafa sig allan við það verkefni og vera ekki mikið að hugsa um aðra hluti. Við reynum að forðast stórborgir sem á leið okkar verða því það geta verið svo miklar tafir að far í gegnum þær. Oft liggja líka sérstakar hraðbrautir framhjá borgunum og þá er oft betra að velja þær en að fara beint í gegn.

Annars er þetta búin að vera hin besta ferð þótt við vildum gjarna að sólin hefði skinið þessa tvo daga sem hún var að' fela sig á bakvið skýin, Reiknum með þokkalegu veðri á leiðinni sérstaklega á morgun en á laugardag gæti verið að við lentum í snjókomu á leiðinni. Það kemur í ljós.


Nýársdagur - Kennedy Space Center

Maður er ekki vanur því að vera mikið á flakki á nýársdag. Venjulega hefur verið frekar seint að sofa kvöldinu áður á okkar heimili og því  hafa flestir sofið frameftir þann fyrsta janúar ár hvert. Því að ekki að dreifa núna því tíminn skal sko notaður vel á meðan við erum á þessu flakki okkar.

Í morgun var stefnan tekin á Cape Canaveral til að athuga hvað menn eru að fást við í geimvísindum í dag.

GeimfararÞarna er allt á fullri ferð þrátt fyrir að á Íslandi sofi flestir frameftir í dag. Það var margt að skoða og sjá á þessum stað. Við innganginn var leitað á öllum sem fóru inn og var það svipað og gerist og gengur á flugvöllum. Svæðið er nokkuð stórt og því eru rútur sem flytja fólk á milli staða, skotpalla, stjórnherbergja, samsetningarstað fyrir geimstöðvar og fleira og fleira. Svæðið er friðað og mikið dýralíf innan þess. Við rákumst á nokkra krókódíla, skjaldbökur, skallaerni og ég veit ekki hvað og hvað.

Við notuðum tímann mjög vel og vorum þarna fram að lokunartíma og enduðum á því að fara í þrívíddabíó þar sem var verið að sýna mynd um mannaðar ferðir til tunglsins en nú er farið að tala um að taka þær upp aftur. Þetta var hinn skemmtilegasti dagur á allan hátt. Myndir eru komnar á sinn stað.


Gamlársdagur

Feðgar í golfbílNú  er komið nýtt ár heima á Íslandi en við eigum enn eftir rúma tvo tíma af árinu 2007. Við erum búin að hafa það sérlega ljúft í dag. Borðuðum morgunmat úti við sundlaugina í morgun, nýbakað brauð, nýja ávexti og enduðum síðan á kleinuhringjum á ameríska vísu. Eftir hádegið fórum við feðgar átján holur á golfvellinum, þeir spiluðu golf og ég var í því að keyra golfbíl og hvetja menn áfram. Hugrún las góða bók og baðaði sig í sól á meðan. Strákarnir skiluðum með Carlos nokkrum úr Dómeníkanska Lýðveldinu sem er hér á svæðinu í fríi eins og við. Húsið sem við erum með er staðsett á golfvellinum og umhverfið er mjög skemmtilegt. Völlurinn er skilgreindur sem einn af betur hönnuðu golfvöllum í USA.

Kalkúnn eða nautÁsgeir á fullri ferð á milli holaKomum passlega úr golfinu til að horfa á áramótaskaupið í beinni á netinu. Okkur fannst það bara nokkuð þokkalegt í ár. Erum síðan búin að fara út og fá okkur verulega vel að borða og erum að koma okkur fyrir hér í húsinu og bíða eftir áramótunum hér hjá okkur. Það var ekki kalkúnn í boði svo menn völdu eitthvað annað eftir smekk hvers og eins.

Þetta er svolítið öðruvísi en venjulega og það vantar talsvert upp á hlutina eins og þeir eru venjulega hjá okkur um áramót. Hér eru menn ekki að skjóta upp flugeldum eins og við erum vön að gera. Við ákváðum að vera ekkert að leita slíkt uppi heldur njóta þess að vera í rólegheitum hér heima. Myndir frá því í dag eru komnar á netið.

Í gær var farið í leiðangur til Tampa og Clearwater. Ókum niður eftir rifi í Mexíkóflóanum utan við borgina Clearwater. Á Indian Rock ströndinni var farið niður að sjó og Ásgeir gerði sér lítið fyrir og brá sér í bað með Pelíkönum og öðrum skrítnum fuglum sem voru að ná sér í fisk í gogginn. Ég hafði haft hug á að komast að veiða en það verður að bíða betri tíma. Myndir frá í gær er líka komnar á netið.

Læt þetta duga í bili og nota tækifærið til að óska þeim sem þetta lesa farsældar á nýju ári.


Southern Dunes, Flórída

Við lögðum af baki 1.081 kílómetra í dag. Það var farið á fætur klukkan hálf átta í morgun og lagt af stað eftir morgunverð á Holiday Inn hótelinu sem við vorum á í Knoxville. Allir sváfu eins og steinar í nótt eftir langan dag í gær. Við fórum frá Tennessee yfir í Georgia fylki og ókum sem leið lá suður á bóginn í gegnum Appalaciian fjöllin til Atlanta og og þaðan áfram til Flórída. Fram undir hádegi ókum við' í rigningu sem var mismikil. Það var allt frá úða og upp í mígandi dembu á köflum. Þegar við nálguðumst Atlanta og komum niður úr fjöllunum fór að skína sól á okkur. Þegar við komum til Macon í Georgia þurftum við að setja á loftkælingu í bílnum því okkur var farið að verða heitt. Keyrðum síðustu þrjá tímana í myrkri og mikið var gott að hafa GPS tæki til að leiða okkur síðustu 200 kílómetrana.

Við höfum verið heppin með húsið. Mér tókst að hakka mig inn á internettengingu nágrannanna til þess að blogga aðeins og lesa tölvupóst. Húsið virðist allt vera í góðu lagi og er búið öllum mögulegum þægindum. Hér eru fjögur svefnherbergi. Tvö baðherbergi, rúmgóð stofa og fínt eldhús, einkasundlaug og hvaðeina. Húsið stendur á golfvelli sem stendur til að skoða mun betur í fyrramálið. Nú stendur lítið til annað en að koma sér í bælið og síðan tekur túristalifnaðurinn við í fyrramálið.

 


Knoxville Tennessee

ÁsgeirDagurinn í dag er búinn að vera nokkuð langur og strangur hjá okkur. Það var vaknað klukkan fimm í morgun og lagt af stað til Jú Ess and Ei eins og Borat vinur minn hefði sagt en venjulega er talað um Bandaríkin. Við vorum um fjóra tíma áð aka til Detroit en þar fórum við yfir landamærin. Þar þurftum við að fara í gegnum dæmigert bandaríkts landamæraeftirlit með fingrafaratöku, myndatöku og öllu tilheyrandi. Sem betur fer lentum við á tiltölulega eðlilegum landamæraverði og ég gat rætt við hann um veiði í Ontarío á meðan hann tók af mér fingraför. Við hliðina á okkur var svartur manngarmur að reyna að útskýra fyrir amerískum landamæraverði að hann væri i raun Kanadamaður. Ég veit ekki hvernig honum tókst til á endanum en hann átti ekki sjö dagana sæla við að sannfæra vörðinn. Við sluppum semsagt í gegn en vínberin sem við vorum með í nesti voru tekin af okkur, ekkert slíkt má fara inn í USA enda voru þau upprunnin i Chile. Kanadísku eplin fengu þó að fara í gegn.

ÓskarVið ókum síðan sem leið lá í gegnum Ohio, Kentucky og erum nú komin langleiðina í gegnum Tennessee á leið okkar til Flórída. Við erum búin að aka 1.170 km. síðan í morgun og eigum annað eins eftir á morgun. Við þurfum þó ekki að eiða hátt í tveimur tímum á landamærum eins og í dag þannig að við ættum að ná á áfangastað annað kvöld á góðum tíma. Veðrið á leiðinni er búið að vera ágætt og það hefur ekkert rignt á okkur ennþá. umferðin er búin að vera frekar góð en nokkuð þung á köflum. Við fundum okkur herbergi á Holliday Inn hóteli í suðurhluta Knoxville og hér verðum við í nótt.

Læt þetta duga að sinni því ég þarf að fara að koma mér í draumalandið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband