15.8.2007 | 20:47
Fluttur heim til mömmu
Það kom að því að ég flytti aftur heim á Byggðaveginn til mömmu.
Við kláruðum að ganga frá húsinu fyrir nýja íbúa rétt fyrir kvöldmat í dag. Dagurinn hefur verið nýttur í þrif og að snurfusa allt hátt og lágt. Það eru allir búnir að leggjast á eitt með að láta hlutina ganga upp. Óskar var meira að segja ræstur uppúr klukkan átta í morgun og settur á tuskuna, kústinn, ryksuguna og hvað annað sem þurfti að gera. Þegar þessu var lokið fórum við til mömmu sem var búin að elda fyrir okkur hátíðar málsverð og það var enginn svikinn af því sem þar var á borðum.
Nú er bara að dingla sér fram á laugardag. Það þarf að fara með Volvóinn á verkstæði í fyrramálið í hjólastillingu svo hann fari ekki ít af sporinu með Lilýarnar í vetur. Það á eftir að ganga frá ýmsum smáatriðum eins og fundi í VMA með þeim tölvugaurum sem leysa mig af í vetur. Ýmislegt annað fellur án efa til fram á laugardag.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð í orlofið og hafið það sem allra best
Eygló Björnsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.