18.8.2007 | 17:33
Lagt af stað
Þá er ferðalagið hafið. Við sitjum nú í Leifsstöð og bíðum eftir að fara að hliði númer 27. Þar bíður okkar vélin til Halifax. Ferðalagið suður gekk að óskum. Þurftum aðeins að ströngla út af yfirvigt á Akureyrarflugvelli í byrjun ferðar. Reiknivélin sem notuð var þar til að leggja saman farangursþyngdina okkar gafst upp þegar komið var yfir 200 kíló. Með sameiginlegu röfli okkar hjóna um reglur flugfélaga um farangur, millilandaflug og tengingar þess við innanlandsflug tókst okkur að sleppa við að reiða fram stórfé í fragtkostnað. Svava mágkona var búin að redda þessu í Keflavík og þar rann allt í gegn. Nú er bara að bíða og sjá hvað þeir gera í næsta flugi sem verður innanlandsflug í Kanada á milli Halifax og Toronto. Ekki víst að sömu rök gangi þar og á Akureyrarflugvelli.
Nú styttist í að vélin fari, við Óskar sitjum hér og tölvum en Hugrún og Ásgeir eru að styrkja verslun hér í Leifsstöð. Vona bara að þau komi til að ná vélinni.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.