Flutt inn í Paulstown Crescent

Mér hefur ekki verið fært að blogga síðan á sunnudag, úr því verður að bæta.

Þegar við yfirgáfum hótelið á mánudagsmorgun og ætluðum að fara að taka við húsinu var eitthver stress í gangi og mér tókst að læsa lyklana inni í bílaleigubílnum. það þurfti að kalla til lásasmið til þess að komast inn í bílinn. Hann bar sig mjög fagmannlega við að opna bílinn en var ekki jafn fljótur að brjótast inn í hann eins og maður sér í bíómyndunum. Á meðan sauðurinn ég sat og beið eftir að komast inn í bílinn fóru Hugrún og Óskar til að taka á móti húsinu.  Ég kom þangað um klukkutíma á eftir þeim. Það var svolítið skrítið að koma þarna inn - húsið var mun tómlegra heldur en ég hafði reiknað með. Fólkið sem leigir okkur húsið er að flytja til Kýpur og tekur að sjálfsögðu búslóðina sína með sér. Þau skildu samt eftir rúm fyrir fimm og eldhús fullbúið tækjum og þeim útbúnaði sem þarf til að elda og borða. Þvottavél og þurrkari eru á staðnum en okkur vantar eitthvað af stólum, sófum og svo framvegis. Við höfum ákveðið að hafa ekki áhyggjur af svona smámunum í bili heldur bíða og sjá hvað dúkkar upp á næstu dögum.

Ég er búinn að koma mér í samband við háskólann og er kominn með aðgang þar bæði að tölvum og húsum. Það var tekið mjög vel á móti mér hérna en greinilegt að menn eru frekar uppteknir við að koma skólanaum í gang. Þetta kannast maður vel við og gott að geta horft á þetta í fjarlægð og séð að þetta er ekki bara hjá okkur sem hlutirnir ganga svona fyrir sig.

Dagurinn í gær fór í að koma símamálum fjölskyldunnar á hreint. Við gerðum samning við Bell Canada um þessi mál og nú eru allir komnir með sinn eigin Kanadíska síma. Heimasíma fáum við tengdann á morgun og Internet á mánudag. Við gengum einnig frá bankamálum og fleira í þeim dúr.

Á eftir eigum við síðan að mæta á fræðsluskrifstofu Guelph bæjar og þar stendur til að skrá drengina í skóla. Sennilega þurfum við síðan að fara í skólann þar sem þeir verða til að finna út í hvaða bekk þeir lenda.

Okkur sýnist vonlaust að vera hér án þess að vera með bíl og ég er feginn að við leigðum bílinn með húsinu. Ég á síðan að reyna að selja bílinn eftir einn eða tvo mánuði eða þegar við fáum okkar eigin bíl.

Ég hef enn ekki komist til að skoða áhugamálin og hvernig verður hægt að sinna þeim hér en sá tími mun koma - fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll, gott að geta fylgst aðeins með hvað á daga ykkar drífur á þessu bloggi, allt gott héðan. bestu kveðjur til ykkar, ae

Agnes Eyfjörð (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 15:10

2 identicon

Gott að heyra að allt hefur gengið vel alla leið :-)
Spennandi að fylgjast með ykkur á nýja staðnum.... hafið það sem best.
Kveðja úr Þingó!!!

Eygló (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 23:22

3 identicon

Addi þú átt heiður skilið fyrir að hafa tekið uppá þessu bloggeríi, þetta er að verða ómissandi hluti af deginum að kíkja inn á síðuna og sjá hvað er að frétta, maður hefur alldrei fylgst svona vel með hvað er í gangi hjá Addamsfamelí áður... Hafið það gott...

kv. Dísa 

Dísa (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband