Drengirnir skráðir í skóla - Símasamband komið á

Í gær fórum við og hittum Donnu nokkra Frey sem vinnur á fræðsluskrifstofunni hérna í Guelph. Hún gaf drengjunum leyfi til að sækja skóla hér í bænum. Þeir koma til með að vera í Sentennial framhaldsskólanum hér ekki langt frá Háskólanum. Við vorum að koma þaðan frá því að skrá þá inn. Þurfum að fara þangað aftur á mánudag en þá í viðtal hjá námsráðgjafa sem kemur til með að finna út í hvaða áföngum þeir koma til með að vera.

Nú erum við öll stödd í Háskólanum, ég á minni skrifstofu en þau á bókasafninu þar sem er þessi fíni aðgangur að internetinu. Drengirnir voru fljótir að finna MSN til að gá hvort einhverjir vina sinna væru tengdir. Reikna með að þeir nái aðeins að spjalla við einhverja.

Á eftir er meiningin að fara að gera eitthvað í húsgagnamálum fjölskyldunnar.

Síminn kom inn hjá okkur í morgun og og númerið er 519-763-2307. Þegar hringt er að heiman þarf að slá inn 00 og 1 til að komast inn í Kanada.

 Við erum komin í samband við Íslendinga hér í bænum og meiningin er að hittast fljótlega. Þetta er náttúrulega dæmigert að maður skuli vera búinn að grafa upp landa á nokkurrar fyrirhafnar á örfáum dögum, án þess að hafa nokkuð fyrir því.

Nú þarf ég að fara að hitta fólkið mitt.

Kveðjur heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl og gott að allt gengur svona vel. myndir þú vera svo vænn að muna eftir að senda mér heimilisfangið.

Bið að heilsa. Kv. Jóhanna Björk

Jóhanna Björk (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband