Húsgagnadagur

Í dag var farið á fætur fyrir allar aldir til að kíkja á bílsskúrssölur þeirra hér í Guelph. Það var nú meiri túrinn. Fólk er að reyna að selja allskonar drasl sem það vill losna við. Ég held svei mér þá að fólk sé líka að þessu að gamni sínu. Þarna hittast menn og spjalla og prútta um gös og gamlar kaffivélar, ónýtar hillur og hokkískauta. Okkur tókst að finna eldgamla kommóðu og tvo stóla. Fyrir þetta borguðum við geislandi glaðri konu sjö heila dollara.

Gáfumst að endingu upp á þessu flakki okkar og fórum að Íslendingasið í húsgagnaverslanir til að versla okkur ný húsgögn. Enduðum með Lazy Boy sófasett, skrifborð og tvo góða stóla. Þetta er allt saman eitthvað sem við komum til með að hafa með okkur heim þegar þar að kemur.  Nú sjáum við síðan til hvað rekur á fjörur okkar næstu daga.

Í gærkvöldi brast á með þrumuveðri og hellirigningu. Ásgeir fór út til að upplifa veðrið eins og mögulegt var. Hann kom síðan inn, hundblautur og búinn að veiða bæði frosk og körtu sem hann vildi helst eiga til framtíðar.  Þessar skepnur fara af stað þegar blotnar. Það er hálfgerð órækt á bak við húsið okkar og þaðan berast hljóð í einhverjum skepnum sem við erum ekki alveg búin að finna út hverjar eru.

Það- er frekar hlýtt í veðri hér þessa dagana. Hitinn á milli 20 og 30 gráður og fer jafnvel hærra þegar mest er. Það er eins gott að hafa loftkælingu í húsinu. Það er jafnvel þannig að mér þykir stundum ágætt að fara inn í verslanir til að fá aðeins kælingu.

Nú sitjum við á skrifstofunni minni í Háskólanum og nýtum okkur internetið hér. Við fáum tenginguna  heim á mánudaginn og ég er viss um að við verðum eins og beljur að vori við að komast í varanlegt samband. Það er ótrúlegt hve háður maður verður netinu. Það sér maður ekki fyrr en maður hefur ekki aðgang að því í einhvern tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband