Bravó - Netið komið

Mér hefur alltaf þótt gott að hvíla mig á tölvum og interneti þegar ég hef haft tækifæri til þess. Síðustu daga hefur Adamsfjölskyldan verið margoft í vandræðum og bölvað því að hafa skertan aðgang að netinu. Þegar ég gerði samninginn við Bell frænda hér í Canada nú um daginn þá var mér sagt að tengingin okkar yrði virk á mánudag. Ekkert gekk fyrir mig að tengjast svo ég gerði mér ferð til að tala við Jennifer nokkra sem vinnur hjá Bell í Stone Road Mall hér í bæ. Hún var mjög sorrý á svip þegar hún sagði mér að því miður kæmist engin tenging á hér á heimilinu fyrr en á fimmtudag. Ég gæti þú hringt inn með módemi og notað netið þá leiðina. Ekki alveg draumurinn að eiga að fá 7Mb tengingu inn og þurfa síðan að sætta sig við 56k. Ég sá barasta fyrir mér gamla daga og mikinn hægagang. Nema hvað ég fór að brasa við að hringja inn á módemi bara til að komast aðeins í samband. Eftir mikið brölt komst ég að því að Jennifer vinkona mín hefði þurft að fara á námskeið í að skrifa niður lykilorð. Blessunin gerði engan greinamun á núlli og O svo dæmi séu tekin og því var ég alltaf að brasa með kolvitlaus lykilorð. Mér tókst svo loksins að ná sambandi eftir að vera búinn að reyta hár mitt góða stund. Þakka fyrir að vera ekki skeggjaður eins og sumir bræður mínir eru. Þegar ég var loks kominn í samband fór ég að vasast eitthvað um á síðunum hjá Bell frænda og viti menn eftir að vera búinn að fara í gegnum eitthvert innskráningarferli datt ekki háhraðinn í samband og þá fór nú að kætast hér í höllinni. Eftir að það var komið hakkaðist ég í módeminu sem Bell lét mig fá og kom þráðlausu tengingunni hér til að virka líka. Nú brosa allir hringinn hér í Canada og skrifa pósta og blogg í miklum erg og gríð.

Í gær var sunnudagur og familían fór í sunnudagsbíltúr út í sveit. Komum við við á bændamarkaði í St. Jacobs sem er þorp hér í nágrenninu. Þar var fjárfest í nýskornum maís og fleira góðgæti sem kom beint af akrinum og bændur voru að selja af pöllunum á pickupbílunum sínum. Þetta var síðan snætt hér í kvöld af bestu lyst. Við komum við í nokkrum smábæjum í viðbót og erum búin að finna fínan rúnt til að fara með gesti.

Í morgun á mínútunni 10 komu tveir vaskir drengir á flutningabíl með húsgögnin sem við keyptum á laugardaginn. Það fer vel um mannskapinn í kvöld og menn liggja hér hver með sína fartölvuna og nota netið sem á ekki að koma fyrr en á fimmtudag.

Í morgun kom einnig maður frá Rodgers sem er kapalfyrirtæki þeirra hér í bæ. Þeir voru með stóru skærin og klipptu á kapalinn sem ég var að að vonast til að hafa hér í nokkra mánuði endurgjaldslaust.  Hann var nú reyndar svo almennilegur að skilja eftir nafn og símanúmer svo ég gæti látið tengja þetta aftur gegn vægu gjaldi. Ég sló á þráðinn og nú ætlar vinurinn að koma aftur á morgun og tengja okkur aftur á enn betri hátt en var áður en þetta samþykkti hann eftir að ég var búinn að láta af hendi vísanúmer og fleira sem honum þótti nauðsynlegt að vita. Við gerðum samkomulag um að ég myndi fá 70 sjónvarpsstöðvar og eitthvað fleira í leiðinni. Það verður frábært að fá svona margar stöðvar, stappaðar af auglýsingum til að horfa á hér á köldum vetrarkvöldum.

Ég keyrði drengina í bowling seinnipartinn í dag og notaði tímann á meðan til að bíða í biðröð á ökuleyfaskrifstofu. Þar var mér sagt að ég og öll mín familía þyrftum að að taka skriflegt og verklegt ökupróf til að fá leyfi til að keyra hér í landi lengur en 60 daga frá komu inn í landið. Ég hélt að ég væri í svo góðum málum með þetta því ég tók hér slíkt próf fyrir 25 árum eða svo þegar ég var námsmaður í Toronto. Ung stúlka brosti til mín og sagði mér að það ökuleyfi væri "expired" fyrir 20 árum eða svo. Ég brosti bara á móti og bölvaði í hljóði, en lofaði að mæta í próf innan 60 daga.

Komst aðeins í veiðibúð í dag og fékk upplýsingar um að með því að kaupa mér veiðileyfi fyrir 28 dali, kanadíska, mætti ég veiða hvar sem mér sýndist í Ontarío frá 1. janúar til 31. desember. Ekki er hægt að kaupa veiðileyfi fyrir minna en ár í einu . Ég þarf næst að kynna mér hvert er best að fara hér í kring. Ég verð samt sennilega að bíða eftir að kólni aðeins í veðri. Ég efast um að ég geti staðið á árbakka og veitt í 30 stiga hita eins og búinn er að vera hér síðustu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Min kära pappa!

Mikill er nu unadurinn.. gledur mig ad tu sert svona duglegur ad blogga. Ter ferst tad lika svona vel ur hendi ;) Maetti halda ad blodid i aedunum se blekblandad og tu sjalfur parker penni!

 Gott ad geta updatad adeins. Sjalf bidst eg afsökunar a bloggleysi minu. Netsambandid hefur ekki verid uppa ta marga med spord i retta att! En eg kannski skelli inn einu i dag.

Get ekki bedid eftir ad koma i heimsokn!

Ast i gallonum, til tin og hinna triggja :*

Lily i Lindgrenlandi (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 11:04

2 identicon

Skemmtilegt blogg þetta - einhverra hluta vegna skellti ég mest upp úr þegar ég sá höfuð Adamsfjölskyldunnar reyna að hringja inn á módemi upp á 56k  Þetta með 28 dalina og ársveiðileyfi hvar sem er var líka eitthvað sem í það minnsta fékk mig til að brosa hringinn fyrir hönd vandamanna

Bið að heilsa liðinu þínu. Grænlandsfarinn hugsar örugglega rækilega til þín næstu dagana.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband