Helgi og rólegheit

Það er löng helgi hjá Kanadamönnum núna. Labor day er á mánudag og það er allsherjar frídagur hér í Ameríkuhreppi. Mjög margir líta á þessa helgi sem síðustu helgi sumarsins og nota tímann til að fara í útilegur og ferðast um allar tær og trissur. Veðrið leikur við okkur hér og það er sól og blíða - hiti r´tt um 25 gráður á daginn og frábært að vera úti og njóta veðursins.

Í gær fórum við Hugrún í bílskúrarsöluleiðangur um bæinn. Strákarnir nenntu ekki með okkur svo þeir voru heima og sváfu eins og unglingar eiga að gera um helgar. Við höfðum tvo lampa upp úr krafsinu og náðum í sett af kristalsskálum og kökudiskum. Allt þetta var nánast á gjafvirði en eftir að vera búið að fara í gegnum hendur hugrúnar er þetta eins og nýtt út úr búð. Það verður fínt að fá sér kökur af diskunum í lampaljósi þegar þannig stendur á í vetur.

Ég skrapp í þá eðalbúð Canadian Tire sem er mikil verslunarkeðja hér í Kanada. Þeir selja allt nema dekk sýnist mér. þar náðum við okkur í hitt og þetta smálegt sem vantaði. Það merkilegasta sem ég fann er fíflabani sem ég dauðhlakka til að nota þegar ég kem aftur heim. Þetta er teinn sem stungið er í borvél og síðan er þessu borað í gegnum fífilrótina sem hakkast í spað samkvæmt manualnum sem fylgir með. Það verður flott hjá manni lóðin þegar búið verður að fara nokkrar ferðir yfir hana með apparatinu. Það fækkar þá ljóslega fíflunum í kringum mann.

Við vöknuðum tímanlega í morgun og byrjuðum daginn á því að baka okkur pönnukökur, hræra og steikja egg og beikon. Það hefur verið tekin ákvörðun um það hér á heimilinu að ég taki að mér að elda slíkan morgunverð á sunnudögum í vetur. Drengirnir telja sig tilbúna að vakna á sunnudagsmorgnum upp á þessi býtti.

Í dag erum víð búinn að vera á miklum antikmarkaði á stað hér rétt sunnan við Guelph. Þar kennir nú aldeilis ýmissa grasa. Við mæltum okkur mót þar við Claudiu og Davið og eyddum með þeim nokkrum tímum í að skoða allskonar dót. Þetta er staður sem við ákváðum strax að við myndum fara aftur að heimsækja. Markaðurinn er haldin alla sunnudaga frá því í apríl fram í október. Við erum að leita okkur að borðstofuborði og stólum til að hafa með okkur heim og þessi staður virðist vera sá rétti til að finna það sem hentar okkur. Ég tók nokkrar myndir af markaðnum og þær er að finna á slóðinni http://langa.unak.is/gallery/view_album.php?set_albumName=Aberfoyle

Við fórum heim með dótið sem við fjarfestum í, expressókönnum, sófaborði og flottri heimsmynd á stofuvegginn. Claudia og David komu með okkur og kíktu á húsið og síðan skruppum við með þeim út og fengum okkur síðbúið hádegissnarl. Á eftir erum við svo að fara í grillveislu til Bo sem er yfir tölvudeildinni hér í Guelph.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, gaman að sjá hvað þú ert duglegur að blogga, það er líka voða gaman að sjá hvað þú ert duglegur að sjoppa :)

við vonum bara að rjátlist af þér þegar þú kemur aftur heim. Ertu búinn að finna hjólaleigu....spyr Óli,, svo þið getið nú brugðið undir ykkur betra dekkinu þegar vora tekur.

Bestu kveðjur til allra, Dísa og Óli

Dísa og Óli (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband