7.9.2007 | 19:22
Vikan að klárast
Hér er allt við það sama eða svipað. Hittinn yfir 30 stig á daginn og eiginlega betra að vera inni en úti. Þetta er bærilegt á leiðinni í skólann á morgnanna því þá er ekki byrjað að hitna svo mikið. Þegar líður á daginn er venjulega orðið svo heitt að maður vill bara vera kældur með loftkælingu. Ég tek strætó í skólann á morgnanna og þarf að ganga smá spöl til að komast á stoppistöðina. Það er bara hressandi að byrja daginn þannig.
Fyrsta vikan er að klárast hjá strákunum í skólanum. Þar fóru hlutirnir strax á fulla ferð. Þetta er öðruvísi en þeir eru vanir. Stundaskráin er nánast eins alla daga og bara fjögur fög í töflunni og þá fjórar kennslustundir á dag. Eini munurinn á milli daga er að eftir hádegi víxlast tímarnir á milli daga með jafna tölu og daga með oddatölu. Þannig eru ekki jafn mörg fög á viku eins og þeir eru vanir heldur einbeita þeir sér að fjórum fögum á viku á hverri önn. Óskar er í næstu viku að fara að taka þátt í golfmóti sem haldið verður í skólanum.
Við fórum í leiðangur í síðustu viku með Óskari að kaupa golfsett. Þegar við erum að ganga inn í mollið þá mætum við ungum manni sem verður starsýnt á treyjuna sem Óskar var klæddur í. Þetta var landsliðstreyja handboltalandsliðsins, merkt Kaupþingi og fleirum í bak og fyrir. Þessi drengur snýr sér við og horfir á eftir okkur mjög hissa á svip. Mér dettur strax í hug að þetta sé Íslendingur svo ég spyr hann að því. Svo reyndist þá vera og hann hafði verið að spá í það sama þegar hann sá treyjuna góðu. Drengurinn heitir Bogi og er nýkominn hingað til Guelph til að vinna við doktorsritgerð sina í félagsfræðum. Hann hafði ekki hugmynd um að hér væru aðrir Íslendingar. Eitt að því fyrsta hann sagði okkur var að hann spilaði golf eins oft og hann gæti. Þetta þótti Óskari nú aldeilis gott og nú spila þeir golf saman daglega. Bogi er búinn að bjóða Óskari að bera fyrir hann pokann á golfmótinu. Skemmtilegt hvernig hlutirnir gerast.
Nú er helgin framundan og við erum svo sem ekkert búin að ákveða hvað við gerum af okkur. Við þurfum þó að fara til Toronto á sunnudaginn Því Sigrún frænka er að koma í heimsókn og ætlar að vera hjá okkur í viku.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Bróðir
Hvað er eiginlega í gangi þarna hjá ykkur, er ekki allt í lagi? Þú hefur ekki bloggað í þrjá daga.
Settu endilega eitthvað inn svo við getum fylgst meðð ykkur;)
Góðar kveðjur úr haustveðrinu
Hörður (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 21:45
Hallilúlli gamli sveppur - ekkert farinn að veiða heyri ég, það hlýtur að vera vont þannig lagað séð. Bara svo þú vitir það þá var ég að koma frá Nuuk og ég segi ekki meir - læt þig um rest. En mikið djöfull var þetta hrikalega flott djísús. Gott að heyra að allt er í toppi hjá ykkur Canadianlanders.
aloha
Pálmi Gunnarsson, 10.9.2007 kl. 22:10
Allt í lagi bróðir góður. Veit ekki hvort þú mátt búast við daglegum fréttum héðan frá Canadasýslu. Sumir dagar eru bara venjulegir og þá verður þú bara að lesa bloggin aftur.
Pálmi.
Ég verð að fara að bæta úr þessu. Hlakka til að heyra nánar af barmafullum bleikjuám við Nuuk. Sé þig fyrir mér. Þú hefur nú vonandi tekið eina á grillið.
Adam Ásgeir Óskarsson, 11.9.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.