11.9.2007 | 19:02
Bókasafnið
Ég er búinn að vera að skoða bókasafnið í Guelph háskóla nú í dag. Fékk leiðsögn hjá Jeff nokkrum Walker, sennilega bróðir hans Johnny. Hann er deildarstjóri í tölvudeild safnsins. Þessi ferð var mjög áhugaverð og gaman að fá tækifæri til að skoða þetta. Safnið telur rétt rúmlega 5 milljón titla. Á safninu eru rúmlega 1000 tölvur sem tengdar eru neti háskólans. Bókasafnið lánar 160 fartölvur til nemenda, þær eru alltaf allar í láni. Þarna er rekið prentarakerfi og þráðlaust net aðstoð við fatlaða og ráðgjöf ásamt ýmsu öðru. Ég á eftir að velta mér aðeins meira upp úr þessum upplýsingum áður en ég fatta umfangið en það er í svolítið öðrum skala en maður er vanur. Ég ætla mér á næstu dögum að skoða kerfin sem þeir eru að vinna með. Tölvudeild bókasafnsins rekur sína eigin net- og vefþjóna og svo er um flestar deildir skólans.
Ég náði loksins í Carl í gærkvöldi, Carl var að veiða með okkur Árna og Möggu á Íslandi fyrir tveimur árum ásamt John Berger og sendi mér veiðistöng sem hann smíðaði eftir að hann kom heim. Hann er búinn að ferðast um og halda 18 fyrirlestra um ferð sína til Íslands. Það var verulega gaman að heyra í honum og nú fer sennilega að koma að því að maður komist að veiða hér í landi. Ég verð í sambandi við hann aftur fljótlega út af því. Carl lét mig hafa númerið hjá Wilhelm sem var með honum heima að veiða og sá býr hér rétt norðan við Guelph og er með veiðiá í bakgarðinum hjá sér. Ætla að hringja í hann á eftir.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnað! Nú ferðu að koma með hann Canadískan heim í soðið. Langflottastur.
Ég les náttúrulega alltaf bloggið þitt en kommenta bara til hátíðabrigða útaf þessu e-mail systemi. Alveg hreint óþolandi.. samviskan er þó hrein því þú kommentar aldrei hjá mér mörðurinn þinn ;)
Ég var flott í dag. Metnaðurinn að ganga frá manni. Búin í skólanum klukkan 16.10 og ákvað að fara upp í G og mála fyrir HTL. Sit þar með vinkonu minni til klukkan átta alveg gjörsamlega í eigin heimi. Ákveðum að fara að tía okkur þegar gaul garnanna er hætt að líkjast ámátlegu mjálmi kattar og orðið meira í ætt við fílsöskur. Neinei, þá er Bjúmi bara búinn að læsa öllum skólanum tvisst og bast. Glæsilegt! Bryndís Ó hefur sjaldan hlegið jafn mikið og hátt og þegar ég hringdi í hana í öngum mínum. Ekki þótti Herði lambasperði þetta heldur leiðinlegt en bauðst þó til þess að koma og leysa okkur úr prísundinni. Þetta endaði alltsaman vel og nú sit ég í herberginu mínu á Byggðavegi, búin að vökva blómin. Ætla á Kóngstaði á morgun og borða svo mikið af bláberjum að Gustafsbergið fái glóðurauga.
Elska þig! Koss á línuna.
Lilý Damm (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:18
Þakka þér kommentið dóttir góð.
Skilaðu kveðju okkar Óskars til þeirra húsvarða í skólanum. Á ég að senda þér lykilinn minn ? Ég nota hann ekkert næsta árið eða svo.
Adam Ásgeir Óskarsson, 12.9.2007 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.