18.9.2007 | 13:29
Wilhelm og Ann í heimsókn
Fyrir nokkrum dögum hafði ég samband við tvo félaga sem höfðu komið til Íslands að veiða fyrir tveimur árum síðan. Annar þeirra Wilhelm Gruber býr í bæ sem heitir Hannover og er ekki langt héðan frá Guelph. Hann þarf að koma hingað á nokkurra vikna fresti í meðferð sem hann er í við liðagigt. Þegar hann komst á aldur til að hætta að vinna þá fluttu þau hjón frá Toronto til Hanover á stað sem þau höfðu átt í tuttugu ár og notað sem sumarbústað. Þarna taka þau lífinu með ró á stað sem hann lýsir eins og paradís þegar hann ræðir við mig.
Nema hvað Wilhelm og Ann komu til Guelph í gær og eftir að vera búinn að hitta lækna þá vorum við búin að mæla okkur mót á kaffihúsi hér nærri Háskólanum. Við hittumst þar en fórum síðan bara beint heim í Paulstown og sátum þar í nokkra tíma og ræddum málin yfir kaffibolla. Hann sagði okkur að það rynni á í gegnum garðinn hjá þeim og það væri golfvöllur við hliðina. Þau buðu okkur að koma þegar við vildum og vera hjá þeim. Það var ákveðið að fara eftir rúma viku á laugardegi. Við Wilhelm ætlum að fara að veiða, strákarnir ætla að spila golf og Hugrún verður með Ann á meðan. Hún ætlar að fara með henni á einhverja staði á svæðinu svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Wilhelm vísaði mér síðan á staði til að fara á hér í kring og nú fer eitthvað að gerast í málunum. Ég er búinn að vera að því síðustu daga að koma mér upp því sem þarf í fluguhnýtingar og Wilhelm er búinn að bjóðast til að sýna mér réttu handtökin við að hnýta þurrflugur. Það eru fáir betri en hann í að hnýta og ég hlakka mikið til að fá leiðbeiningar frá honum. Hann benti mér einnig á stað í Fergus, hér rétt fyrir norðan, þar sem upplagt væri að fara og renna fyrir urriða. Ég er að hugsa um að prófa það seinna í vikunni.
Hugrún fór í það í gær að útvega okkur bókina sem við þurfum að læra fyrir ökuprófið sem við þurfum sennilega að taka innan mánaðar ef við ætlum að vera lögleg á bíl hér í landi. Við höfum leyfi til að keyra í tvo mánuði eftir að við komum til Kanada og nú í dag er nákvæmlega mánuður síðan við lögðum í hann. Það merkir að við höfum mánuð í viðbót til að koma okkur í þetta blessaða próf. Við erum farin að leita okkur að bíl og búinn að setja mann í það með okkur. Hann býr reyndar í New Brunsvik en er að leita að bílum á okkar svæði engu að síður. Við erum að vonast til að vera komin á okkar eigin bíl innan mánaðar eða svo. Harleyinn er svo annað mál sem verður að fara að komast botn í.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.