Wilhelm og Ann í heimsókn

Fyrir nokkrum dögum hafði ég samband við tvo félaga sem höfðu komið til Íslands að veiða fyrir tveimur árum síðan. Annar þeirra Wilhelm Gruber býr í bæ sem heitir Hannover og er ekki langt héðan frá Guelph. Hann þarf að koma hingað á nokkurra vikna fresti í meðferð sem hann er í við liðagigt.  Þegar hann komst á aldur til að hætta að vinna þá fluttu þau hjón frá Toronto til Hanover á stað sem þau höfðu átt í tuttugu ár og notað sem sumarbústað. Þarna taka þau lífinu með ró á stað sem hann lýsir eins og paradís þegar hann ræðir við mig.

Nema hvað Wilhelm og Ann komu til Guelph í gær og eftir að vera búinn að hitta lækna þá vorum við búin að mæla okkur mót á kaffihúsi hér nærri Háskólanum. Við hittumst þar en fórum síðan bara beint heim í Paulstown og sátum þar í nokkra tíma og ræddum málin yfir kaffibolla. Hann sagði okkur að það rynni á í gegnum garðinn hjá þeim og það væri golfvöllur við hliðina. Þau buðu okkur að koma þegar við vildum og vera hjá þeim. Það var ákveðið að fara eftir rúma viku á laugardegi. Við Wilhelm ætlum að fara að veiða, strákarnir ætla að spila golf og Hugrún verður með Ann á meðan. Hún ætlar að fara með henni á einhverja staði á svæðinu svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Wilhelm vísaði mér síðan á staði til að fara á hér í kring og nú fer eitthvað að gerast í málunum. Ég er búinn að vera að því síðustu daga að koma mér upp því sem þarf í fluguhnýtingar og Wilhelm er búinn að bjóðast til að sýna mér réttu handtökin við að hnýta þurrflugur. Það eru fáir betri en hann í að hnýta og ég hlakka mikið til að fá leiðbeiningar frá honum. Hann benti mér einnig á stað í Fergus, hér rétt fyrir norðan, þar sem upplagt væri að fara og renna fyrir urriða. Ég er að hugsa um að prófa það seinna í vikunni.

Hugrún fór í það í gær að útvega okkur bókina sem við þurfum að læra fyrir ökuprófið sem við þurfum sennilega að taka innan mánaðar ef við ætlum að vera lögleg á bíl hér í landi. Við höfum leyfi til að keyra í tvo mánuði eftir að við komum til Kanada og nú í dag er nákvæmlega mánuður síðan við lögðum  í hann. Það merkir að við höfum mánuð í viðbót til að koma okkur í þetta blessaða próf. Við erum farin að leita okkur að bíl og búinn að setja mann í það með okkur. Hann býr reyndar í New Brunsvik en er að leita að bílum á okkar svæði engu að síður.  Við erum að vonast til að vera komin á okkar eigin bíl innan mánaðar eða svo.  Harleyinn er svo annað mál sem verður að fara að komast botn í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband