20.9.2007 | 14:53
Grill og næs
Það var aldeilis tekið á því í grillmálunum í gær. Í hádeginu var blásið til grillveislu á bak við bókasafnið. Staffinu á safninu og í tölvudeildinni var boðið að koma og næra sig. Þarna mættu nærri hundrað manns og áttu góða stund saman í sólskyninu sem er hér þessa dagana. Bara rétt il að nefna það, þá fór hitinn í 33 gráður þegar heitast var í gær. Gott septemberveður það.
Við vorum búin að ákveða fyrir helgi að hóa í Íslendingana hér á staðnum í grill hjá Adamsfjölskyldunni í Paulstown. Það var hin besta veisla hjá okkur og gaman að hitta fólkið. Gátum farið í gegnum bílamál og fleira með fólki sem búið er að ganga í gegnum þann pakka sem við erum að gera núna þessa dagana. Það verður ekki umflúið að við verðum að taka bílpróf til að vera lögleg hér í landi. Ég þarf sennilega að taka mótorhjólapróf líka. Mér finnst með þessu verið að fara illa með fólk sem kemur hér til að vera í stuttan tíma. Fréttum það að við gætum ekki keypt bíl né önnur farartæki nema við værum með hérlend ökuleyfi í lagi.
Við vorum að flakka um á bílasölum hér í gær og það er úr miklu að moða það er greinilegt. Erum núna hrifnust af Pontiac Torrent en það er bíll með góðu plássi í aftursætum fyrir menn sem ganga í skóm númer 47.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ARRRRRRRRRRG 33 gráður jæja má ég þá heldur biðja um þræsinginn sem leikur um rjóðar kinnar og breytir viðkvæmum líffærum í dyrabjölluhnappa. Nú styttist í að ég og Guðmundur og ég og Hafþór komum í heimsókn til að setja allt á annan endann í Kanada. Ég trúi að þú sért búinn að finna rútuna. Búið er að ákveða Grænland næsta haust þannig að það er nú ekki aldeilis setið auðum höndum. Ég var rétt í þessu að senda frá mér reiðilestur sem birtist í Viðskiptablaðinu næsta föstudag og fjallar um laxasleppara en það eru menn sem eru nýbúnir að finna út í hvora áttina laxar synda. Ef þú vilt þá get ég sent þér röflið á meili þannig að þú sért alltaf upplýstur um geðheilsu vinar þíns. Notarðu kannske sama e mail. Vertu nú duglegur að hnýta þurrflugur fyrir okkur sem erum hættir að sjá ... ég þarf nauðsynlega nokkra CDC nr. 42 í brúnu og svörtu.
bestu kveðjur úr gaaaaaaaaarrrrrrrranum
Pálmi Gunnarsson, 20.9.2007 kl. 16:38
Bestu kveðjur til Cönödu.....
Slóðirnar þínar á myndirnar (langa.unak.is) opnast ekki !!! En kannski er það bara einhver pólisía hjá honum Ella mínum sem hamlar því
Eygló (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 12:07
Sæl Eygló og takk fyrir góðar kveðjur.
Ég veit ekki hvað þetta er með myndirnar. Þær opnast allar hér í Kanada og það er greinilegt að verið er að skoða þær því það er teljari á þeim sém sýnir heimsóknir. Það hafa komið nokkrar kvartanir um þetta og þær hafa allar komið úr HA. Þarf að athuga þetta mál.
Adam Ásgeir Óskarsson, 22.9.2007 kl. 17:35
Heill og sæll!
Mikið öfunda ég ykkur af veðrinu og verðinu í búðunum. Hér var ég kaldur og svangur að taka inn af sólpallinum húsgögn, því nú er mér sagt, að haustið sé komið og grundirnar hættar að gróa.
Ka bjargaði sér frá falli áðan og Akureyri tapaði fyrir Fram (ekki fyrirfram). Lélegur leikur og lofar ekki góðu, nema bætt verði um betur.
Ég get skoðað myndir þínar, engin vandkvæði hér
Bestu kveðjur
Benni
Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.