Rólegt yfir bloggheimum

Ég er búinn að vera frekar slakur við bloggið síðustu daga. Þetta er ekkert annað en venjuleg leti sem er að hrjá mig. Maður er sennilega að komast á það stig að dagarnir eru að verða "ósköp venjulegir" hjá okkur hér fyrir westan. Ýmislegt hefur nú samt verið að gerast síðan síðast. Hefst nú upptalningin.

Á föstudag átti ég stefnumót við þá sem sjá um netþjónamál í Guelph háskóla. Ég fékk mjög góða leiðsögn hjá Kent Percival sem hefur reynst mér mjög fræðandi um tölvumál skólans. Hann er vel inni í þróun mála og hefur fylgst með tölvumálum frá örófi alda ef svo má segja. Maðurinn er þvílíkur hafsjór af fróðleik um þessi mál og talar um allt af mikilli innlifun. Hann hefur enda verið með í að byggja upp háskóla og fræðslunet hér í Kanada og verið ráðgjafi fleiri landa og margra stofnana við uppbyggingu net og tölvukerfa. Hann minnir mig stundum á Hauk vin minn Ágústsson þegar hann talar um sín hjartans mál.
Kent var búinn að bóka fyrir okkur skoðunarferð og leiðsögn um undirheima UoG þar sem netþjónar þeirra eru hýstir. Þarna eru líka hýstir netþjónar fyrir rannsóknar- og vísindastofnanir víða í Kanada. Háskólinn hýsir svokallaðan POP punkt fyrir ORION sem er rannsóknarnet háskólanna í Kanada. Ég hef ekki fyrr komið inn í önnur eins herbergi og voru þarna í kjallaranum. Þarna var allt fullt af netþjónum af öllum stærðum og gerðum. Allt frá venjulegum þjónum eins og maður sjálfur er að fást við heima upp í 256 fjögurra örgjörva samtengda netþjóna með 186Tb diskaplássi. Ég tók nokkrar myndir í þessari heimsókn og þeir sem hafa áhuga geta kíkt á þær.

Klukkan 6 á föstudag kom Larry vinur okkar og sölumaður í heimsókn. Við vorum búin að boða hann hingað til að fá hann til að smíða handa okkur nýtt hjónarúm. Það er búið að vera á dagskrá hjá okkur í nokkur ár að komast yfir gott rafmagnsrúm með nuddi og hrotuvara. Nú er semsagt komið að því. Þetta verður sérsmíðuð mubla af sverustu gerð, ekki seld í búðum heldur með beinu sambandi við kúnnann. Til að allt verði eins gott og mögulegt er þarf að vigta mann og mæla á alla kanta og rúmið síðan sérsmíðað miðað við lengd og rúmmál. Larry mætti semsagt með vigt og tommustokk og setti allt í gang við að smíða handa okkur rúm. Vonandi fáum við það sem fyrst því rúmræfillinn sem við sofum í eins og er þolir mig ekki mikið lengur. Það brakar og brestur í mér og rúminu þegar ég fer á fætur á morgnanna og maður er smá stund að koma sér í gang með lýsi og tilheyrandi.

Á laugardaginn stóð til að fara með Óskar til Burlington til að sækja golfsett sem verið er að sérsmíða fyrir hann. Ég ætlaði mér að skreppa í heimsókn til Harley vinar míns í Hamilton á meðan Óskar golfaði. Þessi heimsókn okkar gekk ekki eftir því Trevor (sá sem er að panta settið) afboðaði því settið kom ekki. Ég fór því ekki að hitta Harley á laugardaginn.

Við fórum í  boð til Claudiu og Davids á laugardagskvöldið og hittum þar Bonnie og Stanley. Hann er fjarskyldur ættingi eins og Claudia og hefur mikinn áhuga á að finna sínar rætur heima á Íslandi. Þau búa í Seattle á vesturströnd USA og eigum við heimboð inni hjá þeim ef við verðum þar á ferðinni. Við áttum með þeim mjög góða og skemmtilega kvöldstund. Claudia var með frábæran mat að vanda og það er alltaf gaman að heimsækja hana og David.

Sunnudagurinn var rólegur, drengirnir sváfu fram yfir hádegi en við gamla skelltum okkur á antikmarkaðinn. Þar er alltaf gaman að koma og margt skemmtilegt að sjá. Ég er viss um að við eigum eftir að fara margar ferðir þangað í viðbót áður en dvöl okkar hér er úti. Hugrún er að safna í kristal og náði sér í nokkra hluti í safnið á tombóluverði eins og lög gera ráð fyrir.

Í dag skruppum við hjónin síðan til Kitchener. Ég var búinn að finna þar útibú frá félaga Harley og ákveðinn í að kíkja við. Ég var á höttunum eftir notuðum Halla til að leika mér á meðan við verðum hér úti. Við fórum þarna að spjalla við fólk og okkur var mjög vel tekið á staðnum. Hugrúnu var boðið að koma aftur að kvöldi 10. október og taka þátt í kvennakvöldi sem þá verður. Nú er bara að telja hana á að mæta þar með hinum Harleykellunum. Hver veit nema takist að smita hana. Ég fékk boð um að koma þann 14. október en þá verður þarna sýning á öllum 2008 módelunum og hægt verður að fá að prófa hvaða hjól sem maður vill. Ég er strax farinn að hlakka til. Annars kom það í ljós í dag að það borgar sig að hafa Hugrúnu með i þessar ferðir því hún hvatti mig til þess að fá mér nýtt hjól í stað þess að vera að spá í notað. Nú þarf ég að sofa á þessu í nokkrar nætur (í gamla rúminu) áður en ég ákveð mig með þetta mál. Það eru því erfiðar nætur framundan.

Gott í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uvvita færðu þér nýtt hjól, drengur......og annað handa Hugrúnu!! Um að gera að nota sénsinn meðan enginn sér mann til að læra á svona græju....segðu henni að ég ætlist til að hún verði orðin þrælvön á Harley þegar hún kemur heim!!!

Eygló (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Adam Ásgeir Óskarsson

Já er það ekki bara. Nú þegar meður er kominn með öll leyfi í hendurnar þá verður  maður sennilega að notfæra sér það.

Þú verður sennilega að aðstoða mig varðandi Hugrúnu. Hún heldur alltaf að ég sé að segja brandara þegar ég nefni það að hún fari að hjóla.

Adam Ásgeir Óskarsson, 27.9.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband