30.9.2007 | 02:08
Forks Of The Credit
Dagurinn í dag var notaður í haustlitaferð. Farið var af stað um hádegi eftir að hafa úðað í sig vel af hafragraut, lýsi og auðvitað rosalega góðum expressó. Staðurinn sem stefna var tekin á er þjóðgarður norðan við Toronto og heitir Forks Of The Credit. Credit er á sem rennur í Lake Ontario og þarna rennur hún um skógi vaxinn dal, Credit Walley. Við gengum þarna um í haustblíðunni og nutum þess að vera úti í góða veðrinu. Völdum að ganga frá bílastæðinu þar sem við lögðum bílnum í átt að ánni. Þetta var göngutúr upp á tvo tíma eða svo og hverrar mínútu virði. Við myndum sjálfsagt fara oftar á þennan stað ef hann væri aðeins nær. Það voru náttúrulega teknar nokkrar myndir og í þetta skiptið kemur líka video með í pottinn.
Silungurinn frá því í gær var síðan étinn með bestu lyst beint af grillinu þegar heim var komið.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælt veri fólkið, þetta er flottur staður, ekki leiðinlegt að geta séð þetta á video. Kanski væri hægt að ná nokkrum orðum upp úr fjölskyldunni í næsta videoi. Hvernig bragðast silungurinn í könudu.
Pétur
Pétur fan króken (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:05
Sæll mister Krókur
Gaman að fá athugasemd frá þér, ég hélt að þú værir dauður, hefðir orðið úti á leið yfir einhverja heiðina á Hondunni. Ég verð að reyna að kreysta eitthvað út úr mínu fólki á næstu spólu. Annars var Ásgeir yngri sonur minn að skemmta í leikhléi á hokkyleik hér í bæ fyrr í dag. Söng þar fyrir 500 manns eða svo. Verst að ég var ekki þar með vélina.
Adam Ásgeir Óskarsson, 1.10.2007 kl. 01:16
Já og silungurinn var magnaður beint af grillinu með kartöflum og smjöri.
Adam Ásgeir Óskarsson, 1.10.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.