3.10.2007 | 15:05
Bílpróf
Ég hélt að ég væri búinn að taka öll þau próf á ökutæki sem ég myndi nota á lífsleiðinni.
Þeir eru ekki sammála þessu hér í Ontaríó sýslu í Kanada og vilja endilega fá að sjá hvað við Hugrún kunnum fyrir okkur í umferðarreglum og ökutækni. Okkur var gefið leyfi til að aka hér um í tvo mánuði án þess að gera nokkuð í málinu en ef við viljum halda því áfram eftir þann tíma skulum við sko í bílpróf ef við ætlum okkur að aka hér um. Ekki nóg með að við þurfum að fara í próf og standast það að sjálfsögðu þurftum við að fara með íslensku (alþjóðlegu) skírteinin okkar til löggilts skjalaþýðanda og fá þau þýdd yfir á enska tungu. Þýðandinn hafði aldrei heyrt á það minnst að íslenska væri tungumál sem væri talað einhversstaðar í veröldinni svo við þurftum að aðstoða hann við þýðinguna. Hann stimplaði síðan allt í bak og fyrir og fór fram á sína 80 dali fyrir viðvikið. Þar að auki þurftum við að senda afrit af skírteinunum okkar til sendiráðsins í Ottawa og fá þau þýdd og staðfest með fleiri stimplum frá fulltrúa íslenskara yfirvalda hér í landi.
Síðustu kvöld og daga höfum við svo verið að stauta okkur í gegnum bók með umferðarmerkjum, heilum og brotnum línum, hægri og vinstri beygjum, umferðarljósum og öllu sem þessu fylgir. Við ætlum okkur síðan að skella okkur í skriflegt próf eftir hádegið í dag og athuga hvort okkur tekst að ráða við þetta. Þegar og ef okkur tekst að ná þessu prófi þurfum við að panta tíma fyrir verklegt próf.
Þegar við höfum lokið þessum skylduverkum getum við loksins farið í það f fullri alvöru að kaupa okkur bíl og skrá hann á okkar nafn hér í landi. Ætli við kíkjum ekki við hjá Ray vini okkar bílasala þegar við verðum búin með skriflega prófið seinna í dag.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja Addi minn, þá kom að því að þú þurftir að fara að gera eitthvað... Mér sýnyst á skrifunum að þetta sé nú hálfgert "skriffinnskuþjóðfélag" Það er annað en hér á Íslandi!!! Annars hefurðu nú bara gott af því að taka þetta próf. Hvernig verður með mótorhjólaprófið, verður þú í appelsínugulu vesti???
Ég hjóla núna hvert sem ég þarf að fara enda orðinn bíllaus, það er jeppalaus... Ég ætti nú að fá þig til að versla fyrir mig bíl hjá vini þínum honum Ray.
Kveðja:
Erlingur
Erlingur Harðarson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 15:20
Þú veist það nú kæri vin hvað ég hef gaman af því að fást við skriffinskuna og allt það sem henni fylgir. Ég er búinn að reyna hvað égg get að brosa framaní sætar stelpur og reyna að telja þeim trú um hitt og þetta. Þær brosa bara til baka og það er það eina sem ég hef útúr öllu saman.
Hvað á það að þýða að vera jeppalaus. Það verður ekkert spaug ef þú lendir í að affelga Harleyinn drengur minn.
Það verður ekki málið að spjalla við Ray fyrir þig. Hér er dæmalaus útsala á 2007 bílum núna og ég er að hugsa um að notfæra mér það ef ég get. Er meira að segja kominn með bíl í sigtið.
Adam Ásgeir Óskarsson, 3.10.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.