Hafðist

Jæja þá er það búið. Við hjónin skelltum okkur í bílprófið eftir hádegi í dag. Á leiðinni á prófstaðinn hlýddum við hvort öðru yfir mögulegar spurningar, umferðamerki, sektir, punkta og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var sko ekki svona þegar ég tók bílprófið hjá Kjartani í gamla daga eða nána tiltekið í maí 1975. Það var ekki vesenið á þessu þá. Ekki heldur þegar ég fékk lánað mótorhjólið hjá Óla Kjartans og skellti mér í mótorhjólapróf. Þá var nú ekki verið að þvælast mikið um í gulum eða rauðum vestum heldur gengið beint í að taka próf.

Þarna sátum við hjónin sveitt yfir prófinu ásamt einhverjum slatta af unglingum sem vita ekki hvað 4x4 er hvað þá framdrif. Þannig er að ef maður fellur á prófinu þá getur maður bara farið í það aftur eftir að borga 10 dali í viðbót. Ein (stelpa) tók prófið að minnsta kosti í fjórða skiptið meðan við vorum þarna á staðnum. Við þurftum sem betur fer ekki nema eina atrennu og erum nú komin með pappíra upp á að við megum keyra bíl hér í landi. Ég skellti mér líka í mótorhjólaprófið fyrst ég var byrjaður og rúllaði því náttúrulega upp líka. Við eigum eftir að fara í verklega prófið með prófdómara og það er á dagskrá 20 október. Síðan þarf ég að fara í verklegt mótorhjólapróf líka en það er ekki komið á dagskrá enn sem komið er. Nú þarf bara að fara að líta í kringum sig eftir hjóli af alvöru.

Skruppum aðeins á bílasölu eftir að fá pappírana og nú verður unnið að því á næstu dögum að finna bíl handa Hugrúnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var lagið! (Þó ekki með Hemma Gunn) Auðvitað fóruði létt með þetta. Það er ekki spurningin. En spurningin er.. verður það  Hummer handa Hugrúnu? ;)

Ást úr vefstofunni 

Lilý (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Adam Ásgeir Óskarsson

Hummm .... þetta er náttúrulega rosalega góð hugmynd. Mig grunar nú að einhverjir hefðu mig grunaðan um eitthvað annað en bíl handa Hugrúnu ef ég færi að tala um Hummer sem fjölskyldubíl.

Sakar kanski ekki að reyna þetta þegar ég kem heim í kvöld.

Adam Ásgeir Óskarsson, 4.10.2007 kl. 17:05

3 identicon

Það þykir víst gott að ná teininu í fyrsta þannig að þið hljótið að vera sérlega vel gefin. Muniði bara að Steini P. segjir að það geti tekið um þ.b. 3- 5 ár að verða góður bílstjóri eftir að maður tekur bílprófið, allt að 80.000 þ. km. Akið því bara varlega fyrstu fimm árin svona meðan þetta er að venjast.

Þið eruð svo boðin í 12 ára afmæli Dags og  Magna á laugardaginn.

 Bestu kveðjur Hörður

Hörður (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Adam Ásgeir Óskarsson

Já bróðir sæll. Það er löngu ljóst hve vel gefnir sumir eru, en förum ekki nánar út í það. 

 Við reynum að tengja okkur með myndavélum á Skæpinu á laugardag. Hvenær byrjar veislan?

Þú verður að vera með eitthvað þunnt, eins og flatbrauð til að koma því á milli. Ég verð með kaffi á hinum endanum svo ég þarf ekki að downloada því.

Adam Ásgeir Óskarsson, 4.10.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband