5.10.2007 | 15:27
Fundur í HA
Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun og tók þátt í fundi á netinu með félögum mínu í HA ásamt Camillu nokkurri sem ég ég held að hafi verið í Noregi. Hún var að kynna fyrir okkur athyglivert forrit til að halda netfundi með mynd og hljóði hvað þá meira. Við höfum með reglulegu millibili verið að leita að forritum sem þessum til að nota við fjarkennsluna. Það var fróðlegt að geta verið á svona fundi þar sem þátttakendur eru hver í sínum heimshlutanum en geta samt verið virkir á sama tíma í gegnum netið. Það sem er ekki gott í þessu máli er tímamismunurinn. Ég þurfti að rífa mig upp úr rúminu uppúr klukkan fimm í morgun til að vera með. Næst finnst mér að halda ætti svona fund á kristilegri tíma.
Annars hef ég verið að hugsa um að fara að slá lóðina en það styttist sjálfsagt í að það fari að kólna hér þótt það bóli ekki á því þessa dagana. Vona bara að það verði ekki jafn kalt og hjá þessum. Það væri allavega verra fyrir Hugrúnu.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.