Listowel

Við hjónin notuðum daginn í dag til að skreppa til Listowel. Það er bær sem er hér norðvestur af Guelph í um 50 mínútna fjarlægð eins og sagt er hérna. Meiningin var að fara að líta á bíl sem við fundum á netinu og vorum búin að hafa í sigti handa Hugrúnu í nokkra daga. Ég verða að segja það að ég var alveg að verða búinn að fá nóg af þessu bílastússi. Ég saknaði þess að hafa ekki Hjölla bílasala og veiðimann mér til aðstoðar í þessu máli. Hann hefur í gegnum tíðina verið minn aðalmaður í sambandi við bílakaup og sölu. Það hefur bara þurft að nefna það við Hjölla að nú væri maður að leita að svona bíl eða hinsegin og málið hefur alltaf reddast fljótlega þegar hann hefur átt hlut að máli. Hér þarf maður að þvælast á milli bílasala ef maður er ekki ákveðinn í hvað maður vill kaupa. Allir til í að selja bíla og maður hefur það á tilfinningunni að ekki séu alltaf allir þar sem þeir eru séðir í þeim málum.

Við semsagt fórum til Listowel til að prófa Ford Edge bíl sem við fundum á netinu. Prófuðum bílinn, leist vel á hann og keyptum hann bara í hvelli. Málið dautt. Þetta er fínasti bíll , 265 hestöfl, allur í leðri rafmagn út um allt, árgerð 2007, nánast nýr. Fáum hann afhentan í næstu viku því við ákváðum að láta bæta í hann ryðvörn, lakkvörn og fleira sem var í boði. Við þurfum að lá tryggja tækið og það getum við ekki gert fyrr en á þriðjudag því hér er Thanksgiving á mánudag og allt lokað.  Við erum boðin í þakkargerð hjá Claudiu og fjölskyldu á morgun og það verður gaman að sjá hvernig slíkt fer fram.

Til gamans ætla ég að skella hér inn tveimur myndum af nýja bílnum hennar Hugrúnar. 

Bíllinn hennar Hugrúnar     Mælaborðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bílinn Hugrún:)

Flottur

 Kveðja Hörður

Hörður (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband