7.10.2007 | 17:47
Ljósagangur
Í gærkvöldi gerði hér heilmikið þrumuveður með miklum eldingum. Lætin voru slík að allt skalf og nötraði á meðan mestu hryðjurnar gengu yfir. Bogi og Anna voru hér í heimsókn og ég ákvað að keyra þau heim í stað þess að þau hjóluðu. Á leiðinni heim var þetta líka ljósashow í gangi allan tímann. Það rigndi svo mikið á stuttum tíma að það myndaðist tjörn hér á bakvið hús hjá okkur. Þar synda nú um endur og hafa það gott. Við vorum einmitt búin að vera að velta fyrir okkur svæðinu hér á bakvið hjá okkur en nú er það allt komið á hreint. Það er mótað eins og árfarvegur til að geta tekið á móti öllu vatninu sem getur komið niður í góðri gróðrarskúr eins og í gærkvöldi. Það var svo sem búið að spá þessu veðri enda gerir oft svona rigningar þegar dagshitinn hefur verið yfir 30 gráður og mikill raki getur þurft að þéttast og þá dettur hann auðvitað beint niður.
Við Óskar skruppum aðeins út á tröppur með myndavélar og hann tók þessa mynd af myrkrinu. Það þarf sérstaklega að taka eftir manninum sem birtist í enda myndbandsins hjá honum. Ég tók líka smá bút sem má kíkja á með því að smella hér.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.