9.10.2007 | 03:18
Rockton - Fair
Í dag er Þakkargerðardagur hér í Kanada. Þennan dag nota innfæddir venjulega til að snæða kalkún, vera með fjölskyldunni og hitta vini og vandamenn. Við tókum forskot á fuglinn í gær og borðuðum með Kanadísku "fjölskyldunni okkar". Í dag var svo stefna tekin á landbúnaðarsýningu (Fair) í smábænum Rockton sem er í 40 mínútna fjarlægð hér fyrir sunnan okkur. Á þessum mannfögnuðum koma menn saman og skemmta sér og öðrum. Þarna var fullt af sirkus tækjum fyrir blessuð börnin til að snúast í, detta og hossast á alla kanta. Sem betur fer eru okkar menn að vaxa uppúr þessu dóti þannig að við gátum gengið hraðferð í gegnum þá deildina.
Bændur úr sveitinni eru búnir að vera að brasa allt sumarið við að rækta allt sem vex hér um slóðir. Þarna koma þeir saman með uppskeru sína og búfénað. Haldnar eru keppnir í öllu sem hægt er að keppa í og rúmlega það. Þarna er keppt í því hver er með stærsta kálhausinn, hver gróf upp stærstu eða skrítnustu kartöfluna, hver bakar best pönnukökuna, bjó til bestu sultuna eða eplasafann. Haldnar eru griðasýningar og þarna var allt fullt af kanínum, hænsnum, kindum, hestum, kúm og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var hrifnastur af hænsnahúsinu en þar vöru örugglega yfir 200 mismunandi hænur, mikið hnýtingarefni þar. Fiðurféð var allavega á lit og í útliti. og ég hefði ekki trúað að svona margar mismunandi hænsnategundir væru til.
Þarna voru nokkrir að sýna handverk af ýmsum toga. Járnsmiður lamdi járnið í stórum stíl og smíðaði ýmsa hluti upp á gamla mátann. Menn stóðu í útskurði og þarna var alls konar handavinna og saumaskaur til sýnis.
Það var virkilega gaman að vera þáttakandi í þessu og ekki skemmdi veðrið, hitinn um 30 gráður, sól og blíða. Þeir sem vilja kíkja á myndir gera það hér.
Guðmundur og Jóhanna hringdu í okkur á meðan við vorum að spóka okkur á svæðinu og höfðu þá verið að reyna að ná í okkur en ekki tekist. Þau buðu okkur í þakkargerðarkalkún hjá þeim sem við að sjálfsögðu þáðum með þökkum. Þar hittum við í kvöld fleiri Íslendinga sem eru hér á staðnum, Sigurbjörg og dóttir hennar Margrét frá Hólum voru þar líka og hafði Sigurbjörg tekið sig til og bakað pumpkinpæ upp á Kanadíska vísu og smakkaðist það stórkostlega eins og allur annar matur sem var á boðstólum hjá þessu heiðursfólki.
Á morgun tekur síðan venjuleg vika við og þá er að hafa sig á fætur á eðlilegum tíma. Smyrja í drengina og gefa þeim hafragraut og lýsi og koma sér síðan í vinnuna. Í vikunni þurfum við líka að sækja bílinn, fá hann tryggðan og gera það sem þarf að gera í þeim málum.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.