11.10.2007 | 17:58
Ökuréttindi
Ég ráðlegg öllum sem fara til að búa í útlöndum að fá sér alþjóðlegt ökuskírteini áður en þeir fara af stað. Ég veit líka að hjá sýslumanni hafa þeir fengið þá flugu í höfuðið að íslenska ökuskírteinið gildi allsstaðar. Það er sko ekki aldeilis svoleiðis. Við erum búin að standa í því að verða okkur úti um ökuréttindi hér í landi og gera að við héldum allt sem við þurftum að gera og meira en það. Þegar ég síðan ætlaði að fara að tryggja bílinn hennar Hugrúnar kemur í ljós að ég get ekki gert það vegna þess að ég var bara með hérlend réttindi til þess að keyra á moldarslóðum og þá með leiðbeinanda með mér. Mátti alls ekki aka á hraðbrautum og ekki eftir klukkan 12 á kvöldin til klukkan 5 á morgnanna. Ef ég hefði verið með alþjóðlegt ökuskírteini hefði þetta ekki verið neitt vandamál. Ég hefði ekki verið í nokkrum vandræðum með að tryggja bílinn hennar Hugrúnar í það minnsta.
Það var svo komið í gær að ég var gersamlega við það að fara á yfirsnúning út af þessum reglum og endalausu uppákomum að ég var að búa mig undir að rífa verulegan kjaft á ökuleyfaskrifstofunni hér í bæ. Fórum þangað seinnipartinn í gær og sennilega var betra að Hugrún var með mér :-)
Þar var mér gefið leyfi til að koma í morgun og sitja og bíða ef einhver kæmi ekki í verklega ökuprófið. Ég þurfti að komast í það til að fá full réttindi og geta tryggt bílinn. Var mættur fyrir átta í morgun og komst að um klukkan tíu og gat þá loksins klárað þetta ferli að ég held. Nú bíð ég eftir að heyra frá Önnu Joseph sem vonandi fer að hringja í mig. Hún ætlar (vonandi) að tryggja fyrir okkur. Þegar það er gengið í gegn ættum við að geta farið og sótt Fordinn og komið honum heim.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er ekki allt gott í landi Könudu, ég get sagt þér að lögregluþjóninn sem tók mig fyrir of hraðan akstur í Flórída forðum er enn að hlægja að "ALÞJÓÐLEGA" Íslensku ökuskírteininu (Þessu bleika) sem ég sveiflaði, hann leitaði mjög vel að ensku á því en viti menn, Franska og Íslenska HALLÓ! já þetta er ekki hægt. Aflavegana til hamingju, en ættlaðir þú virkilega að aka á malbiki þarna
Pétur
Pétur (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.