14.10.2007 | 04:37
Gönguferð í hádeginu
Á föstudaginn skrapp ég aðeins út í góða veðrið til að fá mér göngutúr um háskólavæðið að hluta. Þetta var gert til að standa aðeins upp frá tölvugrúskinu, fá sér ferskt loft og ná sér í kaffisopa í bolla. Í leiðinni tók ég nokkrar myndir af háskólahúsunum í nágrenni við bygginguna þar sem ég eir staðsettur. Ég tek fram að þetta er aðeins lítill hluti af byggingum á skólalóðinni en umhverfið allt er í þessum dúr, svæðið er mjög grænt og fallegt og gott að ganga þarna um meðal krakkanna sem eru alltaf mjög lifandi og skemmtilegir. Vildi stundum að ég væri í þessum hópi á ný. Í kvöld voru Bo og fjölskylda hjá okkur í heimsókn og vegna þess að hann er Dani var tekin ákvörðun um að elda fleskesteig al a Hugrún. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin þurfti að hafa upp á búð sem seldi svínakjöt með húð og beini og öllu tilheyrandi. É þeirri leit fundum við þessa líka fínu kjötbúð rétt við þar sem við búum. Kjötbúð sem því miður var ekki með á boðstólum það sem við vorum að leita að en margt annað sem ekki var síður girnilegt. Nema við þurftum að fara alla leið til Cambridge til að finna slátrara sem var til í að láta okkur hafa almennilegt hráefni í steikina. Með henni vorum við með rauðbeður úr ræktun Wilhelms vinar okkar í Hanover og eitt og annað sem nauðsynlegt er. Það þarf ekki að taka það fram að þetta tókst vel. Þeir sem hafa smakkað fleskesteig hjá Hugrúnu vita hvað ég meina.
Á morgun ætla ég að fara til Kitchener en það er opinn dagur hjá þeim vinum mínum í Harley Davidson þar á staðnum og þeir ætla að leyfa manni að prófa öll 2008 módelin sem eru að koma á markaðinn á næstu dögum. Þarf að fara að tékka á leðrinu fyrir þessa ferð.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.