Heví Sunnudagur

Á laugardag komu Bo og fjölskylda í mat hjá okkur. Fleskesteikin hjá Hugrúnu klikkaði ekki frekar en venjulega og við áttum frábært kvöld saman.

Á sunnudag var farið á fætur á svipuðum tíma og venjulega. Bogi var búinn að boða komu sína í morgunmat og maður þurfti að standa undir merkjum hvað það varðar. Framreiddur var morgunverður sem samanstóð af beikoni, eggjum, pönnukökum, ávöxtum og fleira gúrmei dóti og þessu var skolað niður með hlynsýrópi eins og lög gera ráð fyrir hér í Kanada. Þetta er orðinn standard hjá okkur á sunnudagsmorgnum en ég veit svo sem ekki hvort maður hefði gott af þessu á hverjum morgni. Held að það endaði bara á einn veg.

Eftir að gera morgunverðinum góð skil hélt ég til Kitchener til að hitta félagana Harley og Davidson. Þeir voru mættir með stóran trukk og u.þ.b. 20 ný hjól til að leyfa fólki að prófa. Verst að ég gleymdi myndavélinni heima svo ég birti ekki myndir að þessu sinni úr ferðinni. Ákvað að sýna bara íslenska skírteinið mitt þegar ég skráði mig í reynsluaksturinn og því var bara vel tekið þó svo að enginn skyldi hvað á því stóð og hvað þá síður hvað það þýddi. Ég skráði mig í þrjár ferðir og náði því að prófa þrjú hjól. Nightster, V-Rod og Night-Rod voru hjólin sem ég prófaði. Það var ágætt að ég prófaði þessar gerðir því ég komst að því að ég passa greinilega ekki á öll hjólin og þar með ætti það að einfalda mér að finna hjól við hæfi. Það var frábært að fara í þennan prufuakstur og hitta fullt af fólki sem var að gera það sama.

Þegar ég kom heim eftir hjóltúrana var Óskar uppveðraður yfir því að vera búinn að finna tónleika í Toronto sem hann blóðlangaði að fara og sjá. Ég skellti með að sjálfsögðu með hann þangað en Hugrún og Ásgeir vildu ekki koma með. Þarna fór ég á einna skrítnustu tónleika sem ég hef farið á en ég hafði aldrei heyrt á tónlistarmanninn Serj Tankian minnst áður. Þetta er armenskur tónlistarmaður sem flytur eins konar Experimental Multi Cultural Heavy Metal. Það var ekki laust við að ég væri með hellur fyrir eyrum þegar við komum út aftur. Óskar var í sjöunda himni yfir þessum tónleikum og skemmti sér konunglega inni í miðri þvögunni en ég kom mér fyrir úti í horni þar sem ég gat séð og hlustað á það sem fram fór. Hann á örugglega eftir að setja færslu um þetta á bloggið sitt þegar hann kemst í það.

Við fórum síðan heim og tókum einn léttan hring í gegnum miðbæ Tóronto í leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband