20.10.2007 | 16:22
Laugardagur og ein vikan enn að klárast
Við höfum verið að tala um hvað tíminn sé ótrúlega fljótur að líða. Í dag eru nákvæmlega tveir mánuðir síðan við fluttum inn í húsið hér í 10 Pausltown Crescent. Fyrstu vikurnar voru svolítið lengi að líða í hálftómu húsinu. Við vorum að verða okkur úti um húsgögn og koma okkur fyrir eins og við vildum hafa hlutina. Við vorum að leita að þessum stað eða hinum og fara eftir þessu eða hinu í hina og þessa áttina. Þannig var það bara. Nú finnst okkur eins og við séum búin að fara í gegnum þann pakkann og þá fara hlutirnir að ganga sinn vanagang. Sem ég sit og skrifa þetta þá er Hugrún að taka verklega bílprófið og þá er sá kafli frá. Hún fær þá loksins að keyra nýja bílinn sinn og við getum farið að reyna að selja bílinn fyrir leigusalann okkar. Hofum verið með hann á leigu gegn vægu gjaldi hingað til.
Vikan sem er að líða hefur verið ósköp venjuleg. Ég hef farið í háskólann á hverjum degi og verið þar frá morgni til kvölds ef svo má segja. Hef fengið fínan tíma til að lesa mig í gegnum forritunarbókina sem ég er að fara í gegnum. Vonandi færi ég mig aðeins um set í næstu eða þarnæstu viku og fer að kynna mér fjarkennslumálin í skólanum. Það verður gaman að sjá hvernig þeir hlutirnir eru gerðir hér.
Annars er aðalmálið þessa vikuna að ég er búinn að finna mér hjól til að nota meðan við verðum hér úti. Þetta hafa glöggir lesendur bloggsíðunnar líklega verið búnir að reikna út. Hjólið kom hingað heim í gær og stendur nú úti í bílskúr, svona líka glansandi fínt og flott. Það er af gerðinni Harley Davidson (nema hvað) og undirtegundin er Softail Deuce. Ég veit að sumir vilja sjá myndir svo ég setti nokkrar inn á myndasíðuna mína. Ég læt líka fylgja hér með tengil á video svo hægt sé að sjá hvernig menn taka sig út á ferðinni.
Á eftir stendur til að fara að hitta Halla vin minn í Mississauga og á morgun á að fara til Toronto til að athuga með hanboltaæfingu fyrir Óskar. Meira um það síðar.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.