Mánudagsgolf

Í gær skruppum við með Óskar í golf til Burlington. Á meðan Óskar golfaði með Trevor skrapp ég smá rúnt um nágrenni golfvallarins sem er á strönd Lake Ontario. Það eru slíkir haustlitir hér núna að maður verður að taka myndirtil að eiga og skoða seinna. Eftir golfið kíktum við á David og Claudiu, skruppum síðan með henni út að borða áður en við fórum heim aftur.  Við áttum frábæra helgi og hittum gamla vini mína sem ég hef ekki séð í 25 ár eða svo. Það var verulega gaman að koma til þeirra og við munum örugglega hittast fljótlega aftur.

Ég er búinn að vara svo heppinn að síðustu daga hefur viðrað verulega vel til hjóltúra og ég hef haft tækifæri til þess að hjóla hér í nágrenninu. Það eru margar frábærar leiðir hér í kringum Guelph og ég á eftir að njóta þess að gera hjólað um hér þegar fer að vora aftur. Annars er ekkert lát á veðurblíðunni, það var 26 stiga hiti bæði í gær og fyrradag og hitamet eru enn að falla. Það rigndi reyndar á mig í morgun þegar ég fór í skólann en það gerir ekkert til og bara hressandi að fá einu sinni góðan rigningardag. Framundan eru ágætis dagar og vonandi getum við notað þá til að vera eitthvað úti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll bróðir

Hvernig er þetta með ykkur, eru menn ekkert í tölvusambandi lengur eða kanski bara uppteknir að hjóla á nýja hjólinu Hérna heima eru menn farnir að bera neðan í skíðin sín

Bestu kveðjur

litli bróðir

Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband