3.11.2007 | 23:59
Fyrsta helgi í nóvember
Já það er bara komin helgi einu sinni enn. Fyrsta helgin í nóvember og það fer að styttast í veturinn hérna samkvæmt veðurspánni. Á jafnvel að fara að koma frost á nóttinni. Það er ekkert annað og ég ekki búinn að slá síðasta sláttinn í sumar.
Strákarnir voru uppteknir í dag við sín áhugamál. Óskar spilaði 18 holur á Springfield vellinum hérna rétt hjá og Ásgeir fór á leikæfingu í skólanum. Hann er kominn á kaf í leiklistina hérna og er að fara að leika í uppfærslu skólans á Rómeo og Júlíu. Hann neitar því að hann eigi að leika Júlíu.
Við gamla settið notuðum því daginn eins og við gátum til að vera úti. Á háskólalóðinni er gríðarlega skemmtilegt og mikið trjásafn sem er frægt víða um lönd. Þarna eru 165 hektarar lands með um 1700 mismunandi tegundum af trjám og runnum. Göngustígar og slóðar um svæðið eru yfir 8 km. Þarna eru að hafa sést 188 tegundir af fuglum og 38 tegundir spendýra. Á þennan stað er alltaf mjög skemmtilegt að koma og maður sér alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti. Veðrið í dag var einstaklega ljúft til að vera úti. Ég setti nokkrar myndir sem ég tók þarna í dag inn á myndasíðuna mína og vefsíðu garðsins er að finna á slóðinni http://www.uoguelph.ca/arboretum/ og ég hvet þá sem lesa þetta blog að kíkja þar inn.
Eftir góða útiveru enduðum við á því að fara á Stabucks og fá okkur góðan kaffisopa.
Ég skellti mér síðan út að hjóla á eftir og var að fram í myrkur.
Í fyrramálið verður stefnan tekin til Toronto á handboltaæfingu með Óskar og síðan er ætlunin að heilsa upp á Harald Bessason og Margréti eftir hádegi.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.