7.11.2007 | 16:47
Haustið komið í Kanada
Þá kom að því. Það er komið haust hér í Kanada og ég sem hélt að hér væri endalaust sumar. Það er búið að vera frekar kalt þessa viku og hitinn ekki náð nema í eins stafs tölur á daginn með frosti á nóttinni. Í gær bættist síðan við rigning og gamla góða slyddan lét aðeins sjá sig. Reyndar var það ekki nema í smá stund þannig að það náði ekki að grána í rót. Strax var farið að vara við hálku og trukkar með hálkueyði voru komnir af stað í gærkvöldi þegar ég skutlaði Ásgeiri á badmintonæfingu. Síðan var allt orðið þurrt og fínt í morgun. Aðeins föl á pallinum þegar ég vaknaði en hún var að verða farin þegar ég kom mér af stað í skólann um kl. 9.
Ég hélt að nú væri veturinn að koma og fór að tala um þetta í skólanum. Þá var mér sagt að þetta væri ekki veturinn heldur haustið og ég sem er búinn að vera að upplifa haustið í meira en mánuð. Þá er bara að fara að upplifa haustið og bíða sallarólegur eftir vetrinum. Hann kemur án efa með því sem honum fylgir.
Ætli borgi sig þá ekki bara að skreppa til Flórída í nokkra daga. Það tekur ekki nema tvo daga að keyra þangað.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.