Fyrirlestur framundan

Héðan er allt það besta að frétta þó ég hafi ekki haldið mig mikið að blogginu mínu síðustu dagana.

Síðustu daga hef ég verið að hugsa um fyrirlestur sem ég verð með hér í Háskólanum á föstudaginn kemur. Ég var beðinn um þetta um daginn og þá var talsvert í þessa dagsetningu þannig að ég var ekki mikið að velta þessu fyrir mér.  Nú er dagurinn að nálgast eins og óð fluga og það verður að bretta upp á ermarnar og klára dæmið. Ég ætla að segja frá skólunum sem ég kem frá heima á Íslandi og hvað fer aðallega fram í þeim stofnunum. Tala um hvað ég er að gera, af hverju ég er hér í Guelph og fleira í þeim dúr. Menn eru búnir að vera að spyrja mig svolítið um landið og orlofið og hitt og þetta sem ég hef hugsað mér að koma inn í þennan fyrirlestur. 

Síðustu daga hef ég því verið að hressa upp á þekkinguna í Íslandssögunni, tengslum Íslands og Kanada og fleira í þeim dúr sem betra er að vera með á hreinu þegar kemur að spurningum og svörum. Nema ég hafi með mér hákarl og harðfisk og bjóði á línuna í restina.  Ég er kominn með 90 glærur og það er sennilega allt of mikið fyrir þann tíma sem ég hef til umráða. Samt betra að vera með of mikið en of lítið, það finnst Hugrúnu allavega þegar hún býður til veislu. Hef leitað til snillinga eins og Haraldar Bessasonar varðandi svör við spurningum um Vesturíslendinga. Það er ekki að koma að tómum kofanaum að spyrja hann út í þau mál. Ég er einnig búinn að lofa að nefna eldgos og hveri og fleira í þeim dúr og það verður ekki vandamál að spjalla um það.

Bogi er búinn að gista í kjallaranum hjá okkur í viku. Hann kom til að ganga frá ýmsum málum í sambandi við doktorsverkefnið sem hann er að vinna við. Hann er búinn að bóka sig heim á föstudag.  

Í síðustu viku átti ég fund með Richard Gorry en hann er yfir fjarkennslumálunum hér í háskólanum. Við áttum fínan fund og ég kem sennilega til með að eyða svolitlum tíma yfir í þeirri deild fljótlega. Það er verið að vinna með ýmis konar kerfi í sambandi við fjarkennsluna sem er stunduð hérna við skólann. Ég er nokkuð spenntur fyrir þessum málum og hlakka til að taka þátt í þessu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband