18.11.2007 | 22:43
Sunnudagur enn og aftur
Já það er bara kominn sunnudagur enn eina ferðina og hann er meira að segja að verða búinn.
Ég komst tiltölulega heill frá fyrirlestrinum í UoG á föstudaginn. Ég mætti þar á staðinn með um hundrað glærur eða svo til að vera nú algerlega öruggur um að hafa nóg um að tala en ég hafði klukkutíma til að koma þessu frá mér. Ég var ekki búinn með nema um 20 glærur eða svo þegar var farið að benda mér á að það væri bara korter eftir. Þurfti þá að gefa hressilega í og klára það sem ég ætlaði að koma frá mér og fara síðan hraðferð yfir restina. Þessu var öllu saman mjög vel tekið og ég er hæstánægður með hvernig til tókst.
Í gær (laugardag) fórum við með Ásgeir á badminton mót í háskólanum´. Hann hefur ekki vaknað svona snemma á laugardegi síðan við komum hingað út. Honum gekk vel á þessu móti og vann alla sína leiki nema einn. Honum var boðið að taka þátt í æfingum með háskólaliðinu ef hann vildi. Hann er nú þegar að æfa tvö kvöld í viku og ég veit ekki hvort hann langar til að bæta þriðja kvöldinu við. Æfingatímarnir í þessum áhugamannaíþróttum eru frekar leiðinlegir, æfingar á kvöldin frá sjö til ellefu og í háskólanum frá hálf níu til hálf tólf. Óskar er á handboltaæfingum á sunnudagsmorgnum frá tíu til tólf og þær eru í Toronto þannig að sunnudagsmorgnar fara í akstur á hraðbrautinni milli Guelph og Toronto. Ég hef fram að þessu skroppið með honum og haft með mér bók að lesa og beðið á meðan æfingarnar standa. Í morgun ákvað Hugrún að koma með og við hittum Claudiu á jólasýningu ekki langt frá handboltaæfingasvæðinu. það er greinilegt að jólin eru að handan við hornið. Þarna var nú aldeilis dótið til sýnis. Ég átti ekki eitt aukatekið orð, þvílík sýning sem þarna var haldin í ráðstefnuhöll nærri flugvellinum. Eins gott að maður er ekki sérlega skreytingaglaður að eðlisfari. Þá er ég hræddur um að hefði lækkað undir koddanum.
Það er ljóst að jólin eru að koma. Hér í kring um okkur eru menn að þvælast um í stigum utaná húsunum sínum og brasa við að gera jólalegt. Sá sem býr á móti okkur var búinn að koma fyrir seríum, snjókörlum, hreindýrum og tilheyrandi í síðustu viku.
Í dag voru síðan heljarinnar jólaskrúðgöngur í Toronto og einnig hér í Guelph. Við buðum drengjunum upp á að fara seinnipartinn og sjá jólasveinana en þeir tóku fremur fálega í þá hugmynd svo ég fór bara út að þvo bílinn og klappaði hjólinu aðeins í leiðinni.
Gaurinn í næsta húsi var að slá lóðina svona í síðasta sinn fyrir jólin á meðan ég var úti að þrífa.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Bróðir
Sendu okkur endilega mynd af húsinu ykkar þegar þú ert búinn að skreyta
Bestu kveðjur
Litli bróðir
Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:37
Hér er líka allt komið á fullt í jólaskreytingum. Sá ekki betur en Ragnar í JMJ væri þokkalega búinn að setja hálft tonn af seríum út í sinn garð á laugardaginn var!!!
Farðu svo að fara að skreyta drengur!!!!
Eygló (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.