Fyrsti snjórinn

Þá er komið að því að það er farið að snjóa hérna hjá okkur. Í fréttum í gær var varað við mikilli ofankomu á sumum svæðum hér í kring og menn hvattir til þess að fara varlega. Við í Paulstown Crescent tókum þessu öllu með jafnaðargeði og vorum ekkert að gera sérstakar ráðstafanir frekar en venjulega þegar spáð er hríð. Á sumum sjónvarpsstöðvunum var verið að kynna fyrir fólki hvernig það ætti að búa sig undir að komast ekki út úr húsi í nokkra daga vegna veðurs. Menn þurfa að eiga vasaljós, aukarafhlöður, útvarp og eitthvað til að éta. Hlý teppi og fatnaður og fleira í þeim dúr á einnig að vera í hverju húsi ef rafmagn og hiti fer af.

Þegar við fórum að sofa í gærkvöldi var grenjandi rigning sem síðan breyttist í snjókomu í nótt. Í morgun var síðan föl á jörðu eins og við myndum kalla það fyrir norðan.

Drengjunum var þrælað upp úr rúmunum að vanda í morgun, þeim gefið að borða og smurt ofan í þá í skólann eins og venjulega. Þeir fóru síðan út til að taka skólabussinn en komu aftur að vörmu spori, glottandi og sögðu að engir bössar væru á ferðinni í dag vegna hálku. Það merkir að það er ekki hægt að halda úti skóla eins og á venjulegum degi. Þeir voru bara fegnir og settust við tölvurnar og fóru eitthvað að dunda sér. Mér fannst rétt að kanna ástandið og fór út að aka til að finna út hvort bíllinn væri ökuhæfur í svona tíð. Það reyndist vera mjög auðvelt að komast um þótt enn væru sumardekk undir bílnum. Það var búið að salta helstu götur og umferðin gekk rólega fyrir sig.

Eftir að vera búinn að athuga þessi mál fór ég í skólann eins og venjulega  en verð að viðurkenna að það var frekar svalt í næðingnum á leiðinni út að strætó. Þeim mun betra var að koma hér inn og setjast við að skoða mismun á WebCT og Moodle kennslukerfum en það er pælingin mín þessa dagana. Er að skoða þetta með það fyrir augum að skipta um kennslukerfi þegar ég kem heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband