3.12.2007 | 02:16
Desemberbyrjun
Í gær fór talsverður tími í samskipti við vini og vandamenn heima á Íslandi.
Á Byggðaveginum stóð yfir laufabrauðsgerð og allir í fjölskyldunni nema Adamsfjölskyldan voru þar samankomin við þennan árlega og frábæra sið sem við höfum haldið lengur en elstu menn muna. Við tókum þátt að þessu sinni með því að hringja og tala við marga af þeim sem þarna voru. Góð ráð við útflatningu voru að sjálfsögðu gefin í gegnum síma. Þó við værum ekki á staðnum veit ég fyrir víst að laufabrauðið smakkast vel í ár eins og venjulega. Hér í Kanada höfum við hugsað okkur að gera lítilsháttar laufabrauð eftir að Lilý kemur til okkar.
Í Kópavogi stóð yfir árlegur Júlefrokost Dansk-Islandsk samfund sá 17. í röðinni á jafnmörgum árum og er þetta í fyrsta skipti sem við erum ekki þátttakendur í þessari miklu hátíð. Með símtölum við nokkra af meðlimum klúbbsins komst ég að því að fögnuðurinn fór vel fram að vanda og maturinn smakkaðist eins og til stóð.
Í gærkvöldi var svo komið að því að fara í leikhús og fylgjast með uppsetningu á Rómeo og Júlíu hjá Centennialskólanum hér í bæ. Ásgeir þreytti þar frumraun sína erlendis og einnig í Shakesphere. Ég verð að viðurkenna að skilningur minn á meistara Shakesphere er í algeru lágmarki og mér létti talsvert þegar Claudia vinkona okkar sem fór með okkur sagðist ekki skilja alla þá ensku sem töluð var í þessu stykki. Ágeir fór á kostum í þeim hlutverkum sem hann lék og ég mun setja myndir og videoklippur af frammistöðu hans á netið þegar fram líða stundir.
Svo fór nú aldeilis að snjóa hér í gærkvöldi. Það voru búnar að vera aðvaranir í sjónvarpi í gær um mikla ofankomu og hvassviðri. Strákarnir fóru í heimsókn til vina sinna eftir leikritið og þegar þeir komu heim um eittleytið var allt að fara á kaf í snjó svo við ákváðum að sleppa handboltaferð til Torontó í dag. Það hætti að snjóa einhvertíma í morgun og þegar rofaði til hafði fallið um 30-40 cm af snjó hér í Guelph og sumstaðar hér í kring var enn meiri snjór. Þetta setur verulegt strik í reikninginn varðandi umferð og ferðalög fólks. Það eru margir kílómetrar af vegum sem þarf að moka, salta og sandbera til að allt gangi fyrir sig eins og vera ber. Ég dáist að skipulaginu við hreinsun gatna hér, alltaf virðast menn vera í startholunum og hér er ekki ófært þrátt fyrir mikla ofankomu. Þegar ég drattaðist á fætur í morgun þurfti ég, eins og flestir nágranna minna að fara út og hreinsa bílastæðið og gangstéttar framan við húsið okkar. Greinilegt er að fólk er ekkert að bíða með að koma snjónum í burtu því við hvert hús í götunni var verið að hamast við að moka snjó og hreinsa frá húsunum. Ég veit ekki alveg hvort ég hefði verið að brasa við þetta heima þótt það hefði komið snjór eins og hér. Ekki nema éf væri með skemmtilegt tæki til að leika mér að á meðan.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara láta vita að ég kíkti á bloggið þitt. Það eru 25 ár síðan þú lést okkur nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga kaupa superstout í Toronto. Njóttu aðventunnar, loksins er gott veður í Reykjavík í gær og dag eftir blautasta haust síðan mælingar hófust. Mbk,Hólmdís.
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 02:34
Takk fyrir innlitið Hólmdís, ef þið væruð í heimsókn í Toronto núna þá væri sennilega kakóið ofar á listanum en superstout enda veitir ekki af hita eins og staðan er á veðrakerfunum núna þessa dagana.
Adam Ásgeir Óskarsson, 3.12.2007 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.