Lilý mætt á svæðið

Nú er öll fjölskyldan sameinuð hér í Paulstown Crescent eftir að vera búin að vera aðskilin í rúmlega þrjá mánuði. Við hjónakornin fórum á flugvöllinn í Torontó í gær til að sækja þá stuttu sem kom til okkar í gegnum London. Strákarnir voru í skólanum svo þeir komust ekki með. Það urðu miklir fagnaðarfundir á vellinum og ekki síður þegar komið var heim. Strákarnir voru þá komnir úr skóla og biðu eftir stóru systur. Það var um nóg að spjalla í gærkvöldi og við áttum góðar stundir saman.

Í dag erum við búin að vera í skoðunarferðum hér í Guelph og búin að fara nokkuð víða. Háskólinn var skoðaður fyrir hádegi og síðan var haldið út í bæ og víða komið við. Á morgun er síðan ætlunin að halda á jólamarkað í St. Jacobs.

Lilý kom hingað færandi hendi og dró úr tösku sinni marga góða hluti. Mamma blessunin hafði sent hana með tvíreykt hangikjöt handa okkur og nú ylmar allt húsið af þessu líka fína taðreykta kjöti. Ég átti ekki von á þessari sendingu en það er ekki margt sem hefði getað slegið þessu við. Við vorum búin að fá sent hingað eitt hangið læri til að snæða á jóladag og það bíður þess að verða soðið en kjötinu sem Lilý kom með verða gerð skil fyrir jól eins og vera ber.

Ég er búinn að gera mikla leit að hamborgarhrygg en hann hafði ég ekki fundið nema niðursneiddan í kótelettur. Það virtist vera ómögulegt að nálgast þennan mat í heilum stykkju. Það var ekki fyrr en Scotty vinur minn á næsta bás í háskólanum benti mér á slátrara sem ég fór og ræddi við. Sá getur útvegað þetta eftir einhverjum krókaleiðum og bauðst til þess fyrir mig. Þannig er allt að falla í réttar skorður og matarmál jólanna að komast á hreint.

Ég verð sennilega að fara að skreyta fyrir jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll bróðir og þið öll auðvitað

Það er frábært að þið getið verið öll saman um jólin, og njótið þess nú endilega í botn.

Ég get séð á myndunum http://www.dmdarlington.com/albums/Crazy%20Christmas%20Houses/slides/DSCF0203.htmlsem þú sendir mér að þú hefur ekki setið auðum höndum við jólaskreytingar og vænti ég þess að ekki verði síður tekið á því innandyra. Það væri nú gaman að fá myndir af stofunni ykkar þegar þú ert búinn að taka til hendinni þar

Bestu jólakveðjur úr snjónum

Hörður og co.

Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:35

2 identicon

Gangi þér vel í jólaskreytingunum

Besta kveðja til ykkar allra og hafið það gott um jólin!!

Eygló (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband