10.12.2007 | 04:06
Þegar piparkökur bakast
Í dag er búið að vera mikið fjör hjá okkur í Paulstown Crescent. Hingað vorum við búin að stefna fullt af fólki í dag til að baka piparkökur fyrir jólin og mála þær eftir kúnstarinnar reglum. Hugmyndin var upphaflega að gera laufabrauð en þar sem sumir voru alls ekki vanir þeim sið þá varð lendingin að hittast og baka piparkökur. Jóhanna og Guðmundur sem eru við nám hér í Guelph mættu með drengina sína Teit og Friðrik. Þær mæðgur Sigurbjörg og Margrét sem eru einnig hér komu með þeim. Tómas og Kristina með Leif og Jóhönnu komu alla leið frá Toronto og svo má ekki gleyma Claudiu sem kom frá Burlington til að taka þátt í fjörinu. Hugrún var búin að undirbúa allt eins og henni er lagið og nóg var til af degi og tilheyrandi þegar fólkið kom. Ég sá um að nóg væri af kaffi og slíku á boðstólum og var nýttur á kökukeflið af og til. Það voru bakaðar piparkökur af öllum stærðum og gerðum ásamt húsum og ég veit ekki hvað og hvað. Allir voru með í að mála og gera kökurnar sem girnilegastar. Óskar sem verður 18 ára á morgun og er að undirbúa afmælisdaginn með því að lesa undir þýskupróf hjá Wolla tók sér hlé frá lestrinum og tók þátt í þessu. Ásgeir sá um að hafa ofanaf fyrir börnunum og stóð sig eins og herforingi við það.
Þetta tókst allt saman mjög vel þótt ég sé ekki búinn að skreyta.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Óskar virkilega að taka í nefið á myndinni?
Áhyggjufullur frændi
Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.