14.12.2007 | 18:23
Jóla ......
Eins og allir vita eru að koma jól.
Hér í Guelph eru allskonar uppákomur þessa dagana. Í háskólanaum var boðið til jólahlaðborðs í hádeginu í gær og á miðvikudaginn var boðið í jólakaffi hér í tölvudeildinni. Jólaboðið í gær var hin fínasta veisla þó verð ég að segja að það náði engan veginn að slá út jólahlaðborðunum sem eru heima á Íslandi. Þrír aðalréttir, pasta, skinka og kalkúnn ásamt nokkrum gerðum af meðlæti og kaffi og kökur á eftir. Mér tókst að éta á mig gat, eina ferðina enn og var frekar slakur við kvöldmatinn fyrir vikið.
Allir drukku vatn með enda þekkja menn varla malt og appelsín hér. Ég veit þó að íslendingar eru að leita að því og hef fregnir af hvað getur komið í staðinn á jólum. Við eigum þó enn eftir að gera prufur.
Eftir að borðhaldi var að mestu lokið voru flutt ýmis skemmtiatriði sem öll voru heimatilbúin og flutt af starfsfólki tölvudeildanna. Þarna var jólasveinninn að sjálfsögðu mættur á svæðið og las bréf sem hann hafði fengið frá yfirmönnum hinna ýmsu undirdeilda tölvudeildarinnar.
Hugrún og Lilý hafa aðeins verið að kíkja í búðir síðustu daga og ég held að Lilý mín sé að verða komin langt með að fylla á töskuna sem hún kom með hingað til okkar. Engin ástæða til að fara heim með ónotaða yfirvigt í fluginu.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.