17.12.2007 | 00:11
Vetur eins og vera ber
Nú hefur heldur betur kyngt niður snjó hér í Ontarío og hjá okkur hefur viðbótin verið um 40 cm af jafnföllnum snjó. Í veðurfréttum var farið að vara við þessu strax í fyrradag og greinilega var ekki vanþörf á því. Í dag hafa orðið yfir 600 árekstrar á Toronto svæðinu, þar á meðal eitt dauðaslys. Umferð hefur samt verið með minnsta móti enda ekki ferðaveður þessa dagana. Við stóðum eins og aðrir hér í götunni í því að moka bílastæðið í dag og hreinsa út að götu eins og okkur er ætlað að gera. Okkur er líka ætlað að moka gangstéttina fyrir framan hjá okkur alla leið að lóðarmörkum. Líbaninn hér við hliðina kom okkur til aðstoðar með snjóblásarann sinn svo við sluppum vel í dag. Til stóð að fara til Torontó í morgun en því urðum við að fresta út af veðrinu. Teppa hefur verið í flugi til og frá Torontó og er ekki reiknað með að lag verði komið á flug fyrr en á morgun.
Í gær fórum við gömlu með Lilý á flakk hér í Guelph´og kíktum á listasöfn og í bókabúðir. Dagurinn fór að mestu í áð njóta lista, komum við á kaffihúsum á milli til að ná koffínskammti dagsins. Rólegheita dagur eins og þeir gerast bestir. Eftir kúltúrinn var ákveðið að allir færu og spiluðu tvo leiki af bowling saman um kvöldið. Þar voru sýndir taktar sem ekki hafa sést áður hér um slóðir. Greinilegt að handboltaþjálfun skilar sér í þessum leik því Hugrún og Óskar sýndu hæfileikana svo um munaði og pökkuðu okkur hinum saman. Ég reyndi eins og ég gat og þótt ég næði góðri fellu í fyrsta skoti þá var það túlkað að hinum meðlimum fjölskyldunnar sem byrjendaheppni og það kom líka á daginn að ég átti ekki mörg slík skot það sem eftir var kvölds.
Nú er lambalærið í ofninum og allir að verða nokkuð spenntir að smakka á Kanadísku lambi. Það fékk ég hjá slátraranum sem ætlar að útvega okkur hamborgarhrygginn í jólamatinn. Hann lofaði að það væri gott á bragðið. Það kemur í ljós en lyktin lofar bara góðu og maður fera að verða svangur.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvernig bragðaðist svo lambið???
Hér er hinsvegar lítið um snjómokstur þessa dagana. Hitinn áðan (um kl. 20:00) var 11 gráður og allur snjór horfinn!!!
Eygló (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.