22.12.2007 | 18:15
Laufabrauð
Adamsfjölskyldan var sammála því að það væru engin jól án þess að hafa laufabrauð. Þess vegna tók frú Hugrún sig til í gær og hnoðaði deig svo við gætum skorið og steikt laufabrauð fyrir jólin. Ég var settur á kökukeflið eins og venjulega en hinir skáru út. Allir voru með eins og venjulega og listamannshæfileikar hvers og eins nutu sín í botn. Mér fannst óvenjumikill friður við útflatninguna þetta árið því nú voru bræður mínir og mágur ekkert að skammast yfir því hvernig kökurnar voru flattar úr. Af því fær maður nóg þegar hin árlega laufabrauðshátíð er hjá mömmu á Byggðaveginum. Þar er að sjálfsögðu búið að gera laufabrauð fyrir nokkrum vikum og í þetta skiptið varð ég að láta mér duga að gefa góð ráð og skipta mér af í gegnum tölvusíma. Laufabrauðsgerð á Byggðaveginum er eitt af því sem við söknum að geta ekki tekið þátt í. Eins kem ég líka til með að hugsa stíft heim á morgun þegar ég veit að árleg skötuveisla stendur yfir á Byggðavegi. Mér hefur ekki dottið í hug að leita að skötu hér í Kanada enda veit ég ekki hvert ég ætti að snúa mér í þeim efnum. Ég smellti af nokkrum myndum áðan.
Þegar við verðum búin að steikja og ganga frá á eftir förum við til vina okkar í Burlington og það stendur til að taka nokkrar óútskornar kökur með til þeirra og sýna þeim hvernig staði er að málum við útskurð á laufabrauði. Þessir vinir okkar verða síðan með okkur á aðfangadag og halda með okkur jól að íslenskum sið.
Allir hér eru að komast í gott jólaskap þrátt fyrir að hlutinir séu ekki eins og venjulega fyrir jólin, allt er tiltölulega stresslaust og fínt eins og venjulega enda ekki ástæða til annars.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
rosallega eru laufabrauðin flott hjá ykkur, þvílíkir listamanns hæfileikar
Erla Sóley (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:40
Sælt veri fólkið og gleðileg jól!
Fékka að frétta af bloggi þínu Addi í gegnum sameiginlegan Ella (unak+4x4) og hef fylgst með ykkar góðu tilbreytingu (ársleyfi á annarri gráðu).
Ég sem hélt að við hefðum verið að skera okkur laufabrauð hér heima. Þetta eru hrein listaverk og svo girnileg að margir gætu fengið lystaverk (þar sem enginn tímir að borða svona kökur). Ég væri til í að fá fyrirmyndir?
Hafið það gott á nýju ári. Sigrún biður að heilsa. bj.
bj. (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.