24.12.2007 | 19:22
Aðfangadagur
Þá er aðfangadagur runninn upp hér eins og annarsstaðar. Þetta verður bjartur og fallegur dagur eins og best gerist. Það snjóaði aðeins í nótt þannig að allt er hvítt yfir að líta.
Í gærkvöldi fengum við góða gesti í mat til okkar. Það var Hagan fjölskyldan en þau búa í Mississauga. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta fólk sem ég kynntist hér í landi fyrir 24 árum síðan þegar ég var við nám í University of Toronto. Þetta fólk reyndist mér mjög vel og ég hef haldið (mismiklu) sambandi við þau síðustu árin. Það var því mjög gaman að hitta þetta fólk aftur mörgum árum seinna og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir löngu síðan. Það var eins og við hefðum sést síðast í gær þegar við hittumst aftur. Sömu brandararnir voru í fullu gildi ennþá og allt á sínum stað. Reyndar eru menn farnir að verða örlítið ljóshærðari en þeir voru fyrir 24 árum og þar eru komin fullorðin börn með í pakkann en þau kunna vel að meta að vera með. Við nutum þess að vera saman og það má með sanni segja að jólin hafi byrjað í gær hjá okkur.
Á Þorláksmessu höfum við Hugrún haft það fyrir sið hin síðari ár að skreppa í bæinn um kvöldið, hitta fólk og spjalla, fara síðan á Bláu Könnuna og sötra þar kakó með þeim sem eru með í það og það skiptið. Við höfðum hugsað okkur að fara út á kaffihús til að viðhalda siðnum okkar þegar gestirnir færu heim. Þegar þar að kom voru allir svo saddir og sælir að enginn hafði áhuga á að fara úr húsi. Í staðinn upplifðum við stemminguna með því að fara á netið, tengja tölvuna við hljómflutningstækin í stofunni og hlusta á jólatónleika Mannakorna frá Græna Hattinum fyrr um kvöldið. Það er frábært hvað tæknin og netið getur gert fyrir mann.
Í morgun talaði talaði ég heim til Dísu systir og við Lilý skruppum til slátrarans vinar míns og sóttum hamborgarhrygginn sem nú er á leið í ofninn og lyktin af honum lofar góðu um hátíðamatinn.
Í hádeginu var möndlugrautur hjá okkur að vanda og til að ná upp stemmingunni settumst við að borðum klukkan eitt en þá er klukkan sex heima. Aftur var netið og tölvan tengd og að þessu sinni hringdu jólabjöllurnar heima fyrir okkur í beinni útsendingu. Ásgeir fékk möndluna að þessu sinni og var að vanda frekar drjúgur með það. Nú bíðum við eftir gestunum sem koma og verða með okkur í kvöld. Við hlökkum til að hringja heim á eftir og heyra í fólkinu okkar.
Adamsfjölskyldan í Kanada sendir sínar bestu jólakveðjur til vina og vandamanna heim á Íslandi og annarsstaðar með von um að allir eigi fyrir höndum friðsama og gæfuríka jólahátíð.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegt blogg á góðum degi pabbi minn. Verst með brauðið..
Lilý (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 05:56
Gleðileg jólin kæra fjölskylda.
það vantaði töluvert uppá í Byggðaveginum í gærkvöldi þegar ykkar naut (tuddi/el toro) ekki við, en það vantaði ekkert upp á bakkelsið hjá henni mömmu, það var sem endranær. Annars allir í góðum "fíling".
Jólakveðjur
Litli bróðir og fjölskylda
Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 10:59
Innilegar hátíðarkveðjur til ykkar allra.
Ég er farin að kíkja í kokkabækur til að redda áramótunum á Akureyri sökum þvælingsins á ykkur :)
Hafið það sem allra best.
hlýjar kveðjur úr Munkanum
Dísa og co
Dísa (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 14:21
Innilegar jóla- og áramótakveðjur til ykkar allra. Hafið það sem allra best!!!
Eygló (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.