Jóladagur

Í gær komu David og Claudia til okkar og voru með okkur fram á kvöldið. Við áttum frábært aðfangadagskvöld og það vantaði ekkert nema heimsókn á Byggðaveg eftir matinn. Við snæddum hamborgarhrygginn góða og það varð enginn svikinn af honum. Ég þarf að gera mér ferð til slátrarans til að láta hann vita að allt hafi heppnast eins og til stóð. Gestum okkar þótti gaman að upplifa jóla að okkar hætti og höfðu mörg orð um hve þeim hefði þótt gaman að vera með okkur. Það var líka frábært að þau gátu verið hér. Það var farið seint að sofa á jólanótt.

Við erum búin að hafa það ótrúlega gott í dag. Dagurinn hefur liðið í miklum rólegheitum. Símtöl heim við vini og ættingja. Ítölsk jólakaka í morgunverð (í hádeginu) og svo eins og lög gera ráð fyrir jólahangikjötið frá Húsavík í kvöldmatinn sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.

Þetta er síðasti heili dagurinn sem Lilý er með okkur að sinni og við keyrum hana á flugvöllinn í fyrramálið. Það er búið að vera frábært að hafa hana hér með okkur. Það er greinilegt að tíminn líður verulega hratt því mér finnst hún vera rétt komin til okkar og eiginlega ætti hún ekki að vera að fara aftur nærri strax. Það hefði verið frábært að hafa hana með í sólina á Flórída en við leggjum í hann eldsnemma á fimmtudagsmorgunn.

Flottur

Óskar kom okkur svo dálítið á óvart um miðjan dag í dag og ég ætla ekki að hafa mörg orð um það en setja mynd hér á bloggið og hún segir allt sem segja þarf.

Nokkrar aðrar myndir frá aðfangadegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól.Í Reykjavík byrjuðu jólin með eldingu og svo ógurlegri þrumu. Annars er hér allt hvítt og ró yfir landinu. Mbk. Hólmdís

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 13:45

2 identicon

Gleðileg Jól. Hérna á króknum er allt á kafi í snjó og allir í jólaskapi, jólakveðja frá okkur öllum á króknum.

 Pétur og fjölskylda á króknum.

p.s. alt annað að sjá drenginn svona

Pétur Ingi Björnsson (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 14:33

3 identicon

Skari skallapoppari

Kveðja Hörður

Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband