28.12.2007 | 04:19
Knoxville Tennessee
Dagurinn í dag er búinn að vera nokkuð langur og strangur hjá okkur. Það var vaknað klukkan fimm í morgun og lagt af stað til Jú Ess and Ei eins og Borat vinur minn hefði sagt en venjulega er talað um Bandaríkin. Við vorum um fjóra tíma áð aka til Detroit en þar fórum við yfir landamærin. Þar þurftum við að fara í gegnum dæmigert bandaríkts landamæraeftirlit með fingrafaratöku, myndatöku og öllu tilheyrandi. Sem betur fer lentum við á tiltölulega eðlilegum landamæraverði og ég gat rætt við hann um veiði í Ontarío á meðan hann tók af mér fingraför. Við hliðina á okkur var svartur manngarmur að reyna að útskýra fyrir amerískum landamæraverði að hann væri i raun Kanadamaður. Ég veit ekki hvernig honum tókst til á endanum en hann átti ekki sjö dagana sæla við að sannfæra vörðinn. Við sluppum semsagt í gegn en vínberin sem við vorum með í nesti voru tekin af okkur, ekkert slíkt má fara inn í USA enda voru þau upprunnin i Chile. Kanadísku eplin fengu þó að fara í gegn.
Við ókum síðan sem leið lá í gegnum Ohio, Kentucky og erum nú komin langleiðina í gegnum Tennessee á leið okkar til Flórída. Við erum búin að aka 1.170 km. síðan í morgun og eigum annað eins eftir á morgun. Við þurfum þó ekki að eiða hátt í tveimur tímum á landamærum eins og í dag þannig að við ættum að ná á áfangastað annað kvöld á góðum tíma. Veðrið á leiðinni er búið að vera ágætt og það hefur ekkert rignt á okkur ennþá. umferðin er búin að vera frekar góð en nokkuð þung á köflum. Við fundum okkur herbergi á Holliday Inn hóteli í suðurhluta Knoxville og hér verðum við í nótt.
Læt þetta duga að sinni því ég þarf að fara að koma mér í draumalandið.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi, og familie.
Gleðileg jól og fasælt komandi ár.
Takk fyrir allt gamalt og gott.
Góða skemmtun á florida, mikið væri ég til í að vera í ykkar sporum maður vá.............
Hilsur frá öllum félögunum héðan.
Kær kveðja Börkur og familie.
Börkur Þór Ottósson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 12:31
Sæll Börkur
Það væri ekki amarlegat að hafa ykkur sem ferðafélaga. Eru að koma okkur á fætur og förum að leggja í seinni hluta leiðarinnar.
Adam Ásgeir Óskarsson, 28.12.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.