Southern Dunes, Flórída

Við lögðum af baki 1.081 kílómetra í dag. Það var farið á fætur klukkan hálf átta í morgun og lagt af stað eftir morgunverð á Holiday Inn hótelinu sem við vorum á í Knoxville. Allir sváfu eins og steinar í nótt eftir langan dag í gær. Við fórum frá Tennessee yfir í Georgia fylki og ókum sem leið lá suður á bóginn í gegnum Appalaciian fjöllin til Atlanta og og þaðan áfram til Flórída. Fram undir hádegi ókum við' í rigningu sem var mismikil. Það var allt frá úða og upp í mígandi dembu á köflum. Þegar við nálguðumst Atlanta og komum niður úr fjöllunum fór að skína sól á okkur. Þegar við komum til Macon í Georgia þurftum við að setja á loftkælingu í bílnum því okkur var farið að verða heitt. Keyrðum síðustu þrjá tímana í myrkri og mikið var gott að hafa GPS tæki til að leiða okkur síðustu 200 kílómetrana.

Við höfum verið heppin með húsið. Mér tókst að hakka mig inn á internettengingu nágrannanna til þess að blogga aðeins og lesa tölvupóst. Húsið virðist allt vera í góðu lagi og er búið öllum mögulegum þægindum. Hér eru fjögur svefnherbergi. Tvö baðherbergi, rúmgóð stofa og fínt eldhús, einkasundlaug og hvaðeina. Húsið stendur á golfvelli sem stendur til að skoða mun betur í fyrramálið. Nú stendur lítið til annað en að koma sér í bælið og síðan tekur túristalifnaðurinn við í fyrramálið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband