Gamlársdagur

Feðgar í golfbílNú  er komið nýtt ár heima á Íslandi en við eigum enn eftir rúma tvo tíma af árinu 2007. Við erum búin að hafa það sérlega ljúft í dag. Borðuðum morgunmat úti við sundlaugina í morgun, nýbakað brauð, nýja ávexti og enduðum síðan á kleinuhringjum á ameríska vísu. Eftir hádegið fórum við feðgar átján holur á golfvellinum, þeir spiluðu golf og ég var í því að keyra golfbíl og hvetja menn áfram. Hugrún las góða bók og baðaði sig í sól á meðan. Strákarnir skiluðum með Carlos nokkrum úr Dómeníkanska Lýðveldinu sem er hér á svæðinu í fríi eins og við. Húsið sem við erum með er staðsett á golfvellinum og umhverfið er mjög skemmtilegt. Völlurinn er skilgreindur sem einn af betur hönnuðu golfvöllum í USA.

Kalkúnn eða nautÁsgeir á fullri ferð á milli holaKomum passlega úr golfinu til að horfa á áramótaskaupið í beinni á netinu. Okkur fannst það bara nokkuð þokkalegt í ár. Erum síðan búin að fara út og fá okkur verulega vel að borða og erum að koma okkur fyrir hér í húsinu og bíða eftir áramótunum hér hjá okkur. Það var ekki kalkúnn í boði svo menn völdu eitthvað annað eftir smekk hvers og eins.

Þetta er svolítið öðruvísi en venjulega og það vantar talsvert upp á hlutina eins og þeir eru venjulega hjá okkur um áramót. Hér eru menn ekki að skjóta upp flugeldum eins og við erum vön að gera. Við ákváðum að vera ekkert að leita slíkt uppi heldur njóta þess að vera í rólegheitum hér heima. Myndir frá því í dag eru komnar á netið.

Í gær var farið í leiðangur til Tampa og Clearwater. Ókum niður eftir rifi í Mexíkóflóanum utan við borgina Clearwater. Á Indian Rock ströndinni var farið niður að sjó og Ásgeir gerði sér lítið fyrir og brá sér í bað með Pelíkönum og öðrum skrítnum fuglum sem voru að ná sér í fisk í gogginn. Ég hafði haft hug á að komast að veiða en það verður að bíða betri tíma. Myndir frá í gær er líka komnar á netið.

Læt þetta duga í bili og nota tækifærið til að óska þeim sem þetta lesa farsældar á nýju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt árið kæra fjölskylda

Þetta er eitthvað grín er það ekki? Þetta hljóta að vera einhverjar gamlar myndir eða þá eitthvað "fótósjoppaðar". Hérna heima gengur á með þakplötum og trambólínum, mígandi rigning og rok. Strákarnir náðu þó að skjóta upp flugeldunum sínum í gærkvöldi og þótti ekki slæmt. Brennunni var frestað um sólarhring þannig að við sjáum hana hugsanlega í kvöld ef veður verður skaplegra.

Nýárskveðjur að heiman

Hörður

Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband