9.1.2008 | 18:37
Allt að verða venjulegt
Ég ætlaði mér að vera búinn að koma frá mér færslu á bloggið eftir að við komum aftur heim til Guelph frá Flórída en af því hefur ekki orðið fyrr en núna.
Við komum heim á góðum tíma á laugardaginn var og það var fínt að komast aftur heim eftir langan akstur. Heimleiðin var 2.186 kílómetrar og tók okkur rúma 20 tíma á akstri. Ég er þegar búinn að lofa því að næst þegar við förum til Flórída veri farið með flugvél þangað en ekki á bíl. Þótt þetta hafi verið langur og nokkuð strangur akstur þá var gaman að fara í gegnum öll þau fylki Bandaríkjanna sem við fórum um. Lítill tími var notaður á hverjum stað en það væri alveg þess virði að fara ferð eins og þessa en gefa sér talsvert meiri tíma í hana en við gerðum að þessu sinni.
Á sunnudaginn þurfti ég aftur að skjótast yfir landamærin. Í þetta sinn fór ég á flugvöllinn í Buffalo til að sækja Guðmund félaga minn en hann kom með flugi frá Chicago. Við notuðum síðan mánudag og þriðjudag til að sinna áhugamálum og skemmtum okkur konunglega við það. Hann fór síðan til baka í gær og við ákváðum að hittast hér aftur með vorinu og athuga aðeins með veiði hér á svæðinu.
Í dag er ég síðan búinn að vera í vinnunni og er að koma mér rólega í gang aftur eftir gott jólafrí. Ég byrjaði daginn á því að hringja heim og tala við mömmu sem náði þeim áfanga að verða 75 ára í dag. Ég saknaði þess að komast ekki í marengstertur og fleira góðgæti sem ég veit að hún hafði með kaffinu í dag.
Til hamingju með daginn mamma mín.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Adam
Eftir mikið streð við að finna heimasíðuna þína tókst mér það loksins með smá hjálp. Málin hjá mér standa þannig að ég er í mótorhjólahugleiðingum fyrir konuna, og vantar að ræða þau mál við þig.
Ef þú sérð þér fært að senda mér email þá væri það mjög gott.
það er hulda83@hotmail.com (hjá dóttir minni)
Með bestu kveðju frá Svalbarðseyri
Þorgils Jóh.
Þorgils Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.