Kominn tími á smá blogg

Ég hef verið frekar latur við að blogga upp á síðkastið en það er bara eins og það er. Meðfram því að fara í skólann á daginn hef ég verið að koma mér í gang í einu af áhugamálunum, nefnilega fluguhnýtingunum. Var búinn að koma mér í samband við Brian nokkurn sem rekur veiðiverslun hér í Guelph. Var búinn að skrá mig á námskeið í þurrfluguhnýtingum hjá honum. Brian hóaði síðan í mig í síðustu viku og vildi þá vera með stutt námskeið sem miðaðist við þurrflugur. Ég mætti og síðan hef ég verið meira og minna heillaður af þessum litlu pöddum og er búinn að koma mér vel í gang við þetta og krókarnir verða minni og minni. Mig vantaði að sjálfsögðu alls konar efni sem þarf í þetta vegna þess að ég skildi megnið af því eftir heima þegar við fórum út. Brá mér því í smá verslunarleiðangur til Toronto á sunnudaginn var um leið og ég fór með Óskar á handboltaæfingu. Bass Pro eru stórverslanir á sviði útivistar og þar er til allt á milli himins og jarðar. Vilhelm og Anna komu síðan við hjá okkur í gær og hann hafði með sér dótið sitt og sýndi mér handbrögð sín við þurrflugurnar. Hann er alger snillingur og frábært að fá leiðsögn hjá manni eins og honum.

Á morgun verður fyrirlestur í versluninni hjá Brian og það á að sýna handbrögðin við að smíða bambus veiðistangir. Ég hef hugsað mér að mæta þar og sjá hvernig menn bera sig við þá smíði.

Nú fer að koma prófatíð hjá strákunum í skólanum og þeir eru að vanda frekar óstressaðir fyrir því. Ásgeir er búinn að koma sér innundir í snjóbrettaklúbbi við háskólann og er að fara með þeim á bretti í dag. Stefnan er tekin á Blue Mountain en það er tveggja tíma akstur hér norður af Guelph. Farið verður af stað með rútu seinni partinn í dag og komið aftur í kringum miðnætti. Hann var orðinn mjög óþreyjufullur að komast til að prófa brettið og ná upp smá takti áður en hann fer í skólaferð til Wermount i USA eftir nokkrar vikur.  Óskar er aftur á móti að vonast til að komast með handboltaliðinu til Regina þegar nálgast vor. Þeir bræður eru síðan búnir að skrá sig í rougby lið skólans og ætla að keppa í þeirri íþrótt fram á vor. Þeir hafa aldrei spilað þetta en eru spenntir fyrir að prófa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru menn bara farnir að slá slöku við í bloggeríi? Héðan er allt gott.. snjóaði í kaf á Akureyri í nótt og hor herjar á mannskapinn. Vonandi að vorið fari að koma og kitla mann.

Lilý Erla Adamsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband