6.2.2008 | 19:41
Snjór og meiri snjór
Okkur berast fréttir af snjó heima á Akureyri. Svona finnst mér að vetur ættu að vera, snjór og meiri snjór. Þess vegna kann ég ágætlega við kanadíska veturinn með sjó og tilheyrandi kulda. Það hefur snjóað meira hér í vetur en mörg undanfarin ár samanlagt. Í nótt kom enn einn stormurinn með tilheyrandi úrkomu og það bættust við um 15 sentímetrar í viðbót við það sem fyrir var. Ég heyrði í fréttum að það voru 600 snjóruðningstæki og 200 saltbílar á ferðinni í Toronto í morgun og hér í Guelph var búið að hreinsa og salta helstu götur þegar ég fór í skólann í morgun. Saltelgurinn og krapið var um allt og maður þurfti að vaða í gegnum þessa drullu á leið í og úr strætó. Ég hugsa til þess með miklum hrolli ef það verður tekið upp á því að ausa salti á götur Akureyrar til að hálkueyða. Ég vona að til þess komi aldrei.
Strákarnir eru búnir að hafa það frekar náðust síðustu daga. Þeir luku við prófin í byrjun síðustu viku og síðan hafa þeir verið í algerri slökun ef svo má segja. Í morgunn átti skólinn að byrja aftur en vegna hálku þá fara skólabílar ekki af stað og þá er enginn skóli. Þeim félögum leiðist þetta síður en svo og eru búnir að snúa sólarhringnum algerlega við eins og gjarna gerist þegar svona er. Þeir fá að far út til skiptis og moka bílastæðið og fá ferskt loft í lungun við það. Ég reikna með að þeir verið búnir að hreinsa þegar ég kem heim á eftir.
Annars er allt í rólegheitum hjá okkur þessa dagana. Fórum í afmæli hjá Halla vini mínum í Mississauga á laugardaginn var og skruppum til Burlington á sunnudag til að hitta David og Claudiu. Hún hafði verið að taka til í dánarbúi mömmu sinnar og rakst þar á samskipti og bréfaskrif hennar og pabba. Það var gaman að fara í gegnum þessa hluti með henni og þýða og útskýra gamlar kirkjubækur og ýmis plögg sem sú gamla hafði grafið upp í leit sinni að ættingjum á Íslandi.
Í síðustu viku fór ég í dagsferð að hitta Vilhelm og læra hjá honum ýmislegt í sambandi við fluguhnýtingar. Það var frábært að koma til þeirra og sjá umhverfið sem þau búa í að vetri til. Ég hlakka til að fara þarna aftur þegar það fer að vora.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.