Föstudagur og helgin framundan

10 PaulstownEnn ein vikan að klárast og við því er ekkert að gera. Það eina sem tíminn gerir er að ganga og það er alveg greinilegt að hann gerir það. Nú fer að nálgast hálft ár síðan við lögðumst í þessa útlegð og það þýðir að það fer að styttast í heimferð að nýju. Ég stóð mig að því í dag að vera að skoða heimasíður skipafélaga og gjaldskrá þeirra fyrir flutninga heim. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Borgar sig að skipuleggja þetta eins og hægt er svo við lendum ekki í tómu veseni með þetta þegar líður á vorið.

Í gær var keyptur flugmiði fyrir mömmu hingað til okkar í enda maí og það verður  frábært að fá hana til okkar. Vona bara að hún verði sem lengst og sjái sér fært að ferðast með okkur í restina á veru okkar hér. 

Í gær gekk Hugrún frá leigu á húsi í Suður Karólínufylki sem við ætlum okkur að vera í um páskana. Það stendur til að aka þangað og vera nokkra daga í sól og sumri, hleypa strákunum í golf og í sjóinn og koma síðan hingað aftur, beint í kanadískt vor eins og þau gerast best.

Reyndar bólar lítið á vorinu enn sem komið er enda febrúar rétt að byrja. Ég tók nokkrar myndir í götunni hjá okkur í gær og sýna þær að nokkru leiti snjóalög sem eru hér í bæ. 

Um helgina stendur til að skutlast með Óskar á golfæfingu á laugardag og handboltaæfingu á sunnudag. Vona bara að færð og veður hamli því ekki. Veðurspáin er ágæt en reiknað er með snjókomu á sunnudag og næsta vika á að vera frekar köld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband