13.2.2008 | 19:23
15 cm. í viðbót
Það bættust um 15 cm. við snjóalögin í gærkveldi og ekki er séð fyrir endann á þessari ofankomu enn sem komið er. Ég fór út og mokaði bílastæðið fyrir svefninn og þurfti svo að fara aftur út að moka í morgun. Veðurfræðingurinn á Global stöðinni í Toronto er með kátari mönnum þessa dagana og hefur endalaust gaman af að tala um hve mörg met hafa verið slegin hér varðandi snjóalög nú í vetur. Í fréttum keppast menn við að sýna snjóinn og ófærðina og mikið er gert úr þessu öllu.
Í gær voru menn varaðir við að skilja snjóblásarana sína eftir úti því þeim er umsvifalaust stolið og seldir í undirheimum Toronto. Þetta eru eftirsóttustu tækin núna og löngu uppseld í öllum búðum. Við látum okkur duga skófluna enn sem komið er en fáum lánaðan blásara nágrannans stöku sinnum.
Hugrún er búin að taka á leigu hús á Myrtle Beach í Suður Karolínufylki í mars. Þá er frí hjá strákunum í skólanum og við ætlum að nota nokkra daga til að fara í sól og sumar þangað. Reiknum með að vorið verði komið hér í Kanada þegar við komum til baka.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl fjölskylda!
Bestu kveðjur frá Eyrinni á Akureyri, þar sem snjórinn kemur og fer og hitastigið er í annaðhvort sumarhiti eða horkufrost.
kveðja Dísa
Herdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.