Venjuleg vika

Í morgun fór ég á fætur fyrir allar aldir til að horfa á fund sem haldinn var í Kennaraháskóla Íslands og sendur út á netinu. Ég rauk því á fætur klukkan sex í morgun til að vera kominn fyrir framan tölvuna á réttum tíma. Þar sat ég í dágóða stund með stírurnar í augunum og starði á síðuna þar sem fundurinn átti að vera. Það tók mig dágóða stund að átta mig á því að ég hafði rifið mig upp úr hlýju rúminu tveimur tímum of snemma og fundurinn byrjaði ekki fyrr en klukkan átta að kanadískum tíma. Ég var þó feginn að hafa vaknað tveim tímum of snemma en ekki tveim tímum of seint. Þarna hafði ég þó allavega nægan tíma til að elda mér minn hafragraut og hita mér talsvert að sterku kaffi til að byrja daginn á réttan hátt. Fundurinn byrjaði síðan á fyrirfram ákveðnum tíma og eiga þeir í Kennó heiður skilið fyrir að setja þetta á netið fyrir okkur sem eigum erfitt með að mæta á svæðið.

Annars er allt á venjulegu róli hjá okkur nema Ásgeiri sem stoppar lítið þessa dagana. Hann er núna í vetrarútilegu með skólanum. Farið var í gærmorgun af stað útfyrir bæinn og þar stóð til að búa til snjóhús til að sofa í síðastliðna nótt. Það ætti að hafa gengið vel því nóg er af snjó á svæðinu og enn bætir í hann. Síðan var meiningin hjá hópnum að fara um svæðið á gönguskíðum og fleira tengt útiveru að vetri. Hann kemur heim seinnipartinn í dag og hefur þá tíma þar til í fyrramálið að gera sig kláran í skíðaferð til Vermount fylkis í USA en þangað fer hann einnig með skólanum. Hann er kominn í badminton lið skólans og tók að sér að þjálfa að vera aðstoðarþjálfari í skólanum. Hann þarf því að fara á fætur fyrir allar aldir á morgnanna og koma sér í skólann (sem þýðir aftur að einhver með bílpróf þarf að vakna með honum) til að mæta á æfingar. Nú svo til að hafa nú eitthvað fyrir stafni þá tík minn maður þátt i Centennial Idol sem er söngkeppni í skólanum og þar er hann kominn áfram ásamt níu öðrum og þarf að æfa sig að syngja öllum öðrum í fjölskyldunni til ómældrar ánægu.

Óskar stundar aftur á móti golfið og er kominn kominn í samband við náunga sem rekur inni golfaðstöðu hér í Guelph. Þangað getur hann farið þegar hann vill til að æfa sig betur á því sem Trevor vinur okkar er að sýna honum þegar við förum til Burlington um helgar. Þeir bræður tóku þátt í inntökuæfingu fyrir fótboltalið skólans og komust í liðið þar en ákváðu í sameiningu að hætta við þátttöku í því vegna þess að æfingar eru haldnar klukkan sex á morgnanna og það þykir frekar ókristilegur tími til að fara á fætur.  Ég stóð algerlega að baki þeim í þessari ákvörðun. Það fer að styttast í að golfvellirnir opni hér og það verður ágætt að taka smá forskot á vorið og sumarið með ferðinni á Myrtle Beach en þangað leggjum við af stað eftir tæpar tvær vikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, kærar þakkir fyrir sendinguna með rektornum.

Stelpurnar bíða spenntar eftir pökkunum, þær vita ekki af sleikipinnunum enþá :)

Bestur kveðjur frá Íslandi

Dísa og co

Dísa (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband