Þorrablót Adamsættar

ÞorrablótÍ gær var haldið árlegt þorrablót Adamsættar. Það er ekki oft sem við höfum þurft að sleppa því að mæta á þá samkomu. Við töldum þó ekki gerlegt í að vera með þetta skipti, allavega ekki í eigin persónu. Þorrablótið var haldið í Þrúðvangi, sal matvælabrautar í VMA. Þetta er í annað skipti sem fjölskyldan heldur þorrablót á þessum stað. Upphaflega var safnast saman í heimahúsum en síðan þessi hefð skapaðist hefur fjölgað verulega í fjölskyldunni svo heimahús bera ekki lengur þann fjölda sem koma og gleðjast saman. Til þess að missa ekki alveg af gleðinni fékk ég staðgengil minn í VMA til að koma fyrir myndavél í salnum og tengja hana netinu þannig að við hér í Guelph gátum horft á netútsendingu af því sem fram fór á staðnum. Það var verulega gaman að fylgjast með og sjá og heyra aðeins í fólki. Á myndinni með þessari færslu má sjónarhornið sem við höfðum til að fylgjast með. Ef ég hefði komist í þorramat hér í Kanada hefði þetta verið algerlega fullkomið. Það var ekki svo gott en til að bæta úr því þá gerðum við okkur glaðan dag með því að fara út að borða með vinum okkar hér á svæðinu. Í staðinn fyrir súra punga og hákarl urðum við að gera okkur að góðu að narta í Sirloin steik, Genua Fowl og fleira í þeim dúr. Það var svo sem í lagi en ég hefði hiklaust skipt því út fyrir hangikjöt og sviðakjamma. Það verður reyndar haldið þorrablót hér í Toronto þann 29. mars og við höfum hugsað okkur að mæta þangað og taka þátt í því sem þar fer fram. Fyrst ætlum við að fara í ferðalag í sólina og lengja páskafríið okkar í tvær vikur.

Ég er núna að vinna með tölvufólkinu í háskólanum við að skipta út póstkerfi stofnunarinnar og það fer talsverður tími í það þessa dagana. Þetta er mjög viðamikið verkefni og greinilega staðið mjög vel að svona málum hér í skólanum. Þarna er heldur ekki um neitt smákerfi að ræða, það eru um 40.000 netföng sem eru skráð í kerfinu og mikið af gögnum sem þarf að flytja inn í nýtt kerfi. Við erum nokkur sem erum að prufukeyra kerfið núna til að byrja með til þess að reyna að finna út hvaða aðstæður munu skapast þegar skiptin verða. Reiknað er með að prófanir standi fram í maí og þá ætti að vera komin næg þekking á nýju kerfi til að láta það taka við af því sem nú er notað. Væntanlega fer ég einnig að vinna með Open Learnig deildinni við skólann þegar við komum aftur heim eftir páka. Þar er að fara í gang verkefni sem felur í sér skráningu á hugbúnaði og öðru tæknigismói sem notað er við fjarkennsluna í skólanum. Ég hlakka verulega til að fara að vinna í því.

Núna er Ásgeir á leiðinni heim eftir fjögurra daga skíðaferð til Vermont. Það er á honum að heyra að það hefur ekki verið sérlega leiðinlegt í þeirri ferð. Hann heldur síðan áfram að keppa í söngkeppni skólans en þar er hann nú kominn í 8 manna úrslit.  Óskar stundar golfæfingar af miklu kappi. Við förum reglulega að hitta Trevor og eftir hans leiðsögn er drengurinn að sýna framfarir og getur varla beðið eftir að snjórinn fari af golfvöllunum hér í bæ svo hægt sé að fara að spila úti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband