Á suðurleiðinni

guelph-ricmondVið erum búin að halda ágætlega á spöðunum í dag. Höfum lagt að baki 940 km og erum komin til Richmond í Virginíu. Við lögðum af stað klukkan sjö í morgun og hættum að keyra að fundum okkur hótel stundvíslega klukkan níu eins og áætlun sagði fyrir um. Ég var að vonast til að komast rúma þúsund kílómetra en við vorum mjög lengi að komast í gegnum Washingtonsvæðið. Ég skil eftir mjög vel af hverju Bush notar þyrlu til að komast að heiman og heim í Hvíta húsið.

Okkur tókst að komast hjá því að lenda í hríðinni og frostinu sem nú geisar nyrst í Bandaríkjunum og í Kanada með því að fara til Rochester og þaðan í suður. Við vorum því á undan veðrinu í morgun og sluppum við hríð og frost nema í Buffalo til Rochester. Eftir það vorum víð í fínu veðri þar til í Williamsport í Pennsylvaníu en þá fór að rigna. Við áttum von á þessu en það er betra að vera í rigningu en í stórhríð og því erum við fegin að við völdum þessa leið. Við eigum síðan sex til sjö tíma akstur eftir á morgun og ættum að ná á áfangastað á góðum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"On the road again"

Bestu kveðjur og góða ferð:)

Lille bro

Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband