9.3.2008 | 04:03
Myrtle Beach, SC
Þá erum við loks á áfangastað, eins og segir í kvæðinu. Tókum því frekar rólega í morgun og lögðum af stað frá Richmond um klukkan hálf tíu. Við byrjuðum á því að keyra eftir hraðbrautum en síðan tók GPS tækið sig til og skellti okkur út af þeim og á rólegri vegi og eftir þeim ókum við í gegnum Suður Karólínu til Myrtle Beach. Komum þar á góðum tíma um klukkan fimm. Fundum húsið og komum okkur fyrir. Húsið er á fínum stað í fimm mínútna göngufæri frá ströndinni. Strákarnir skelltu sér út í skoðunarferð og kynntu sér nánasta umhverfi á meðan ég hakkaði mig inn á net nágrannanna og komst í samband heim. Netsamband er frekar tregt en með því að sitja út við austurglugga í húsinu næst tenging og hægt er að komast í það samband sem maður þarf á að halda á meðan maður er í fríi. Ég læt heyra af okkur betur á morgun en fyrir trygga lesendur þessarar bloggsíðu læt ég fylgja með mynd af leið okkar suður á bóginn í dag.
Þess má geta að við kíktum á veðurfréttir í sjónvarpinu í kvöld og sáum þar að við höfum verið rétt austan við mikið hríðarveður sem gekk yfir BNA og Kanada í allan dag. Ef við hefðum farið leiðina sem við ætluðum upphaflega að fara værum við föst einhverstaðar á miðri leið núna í staðinn fyrir að vera komin í sól og sumar hér á ströndinni.
Meira á morgun.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.